Trúnaðarmenn

Hlutverk trúnaðarmanna

Trúnaðarmenn gæta réttinda félagsmanna á sínum vinnustað eða landsvæði. Þeir eru tengiliðir milli stjórnar félagsins og almennra félagsmanna. Þeir vísa félagsmönnum á þjónustuskrifstofu félagsins og stjórn félagsins þegar vandi krefst þess, til dæmis ef starfsmenn þjónustuskrifstofu geta náð betri árangri í kjaradeilu heldur en trúnaðarmaður getur, eða ef hætta er á að trúnaðarmaður lendi í verri afstöðu fyrir það eitt að beita sér í deilu samstarfsfólks. Trúnaðarmenn hjá opinberum aðilum hafa ýmis réttindi fram yfir aðra starfsmenn samkvæmt lögum nr. 94 frá 1986, 28.-30. gr. Þeir skulu í engu gjalda þess að hafa valist til trúnaðarstarfa. Þeir eiga rétt á aðstöðu til að ræða mál í trúnaði og hafa leyfi til að gegna trúnaðarstörfum á vinnutíma. Þeir njóta aukinnar verndar við uppsagnir þannig að ekki má segja þeim upp á undan öðrum starfsmönnum. Samkvæmt samkomulagi frá 1991 hafa þeir einnig rétt á launuðu leyfi í allt að 40 stundir á ári til starfa á vegum stéttarfélags. Þessi ákvæði gilda öll um stjórnarmenn, sem teljast sinna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélag.

Ítarlegri upplýsingar um trúnaðarmenn má finna á vef þjónustuskrifstofu SBU; stett.is

Trúnaðarmenn félagsins 2022:

Magný Rós Sigurðardóttir,  Landsbókasafn

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Borgarbókasafn

Anna Jóna Lýðsdóttir, Háskóli Íslands, menntavísindasvið

Svanfríður S. Franklínsdóttir, Listasafn Íslands

Kristína Benedikz, Háskólinn í Reykjavík

Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir, FSu (framhaldsskólabókaverðir)

Þóra Kristín Sigvaldadóttir, FÁ (framhaldsskólabókaverðir)

Ragna Guðmundsdóttir, Bókasafn Kópavogs

Sigrún Ingimarsdóttir, Amtsbókasafn (fyrir Akureyri og nágrenni)

Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Orkustofnun

Þorbjörg Bergmann, Hafnarfjarðarbær

Þórdís Arnardóttir, Hafnarfjarðarbær


Úr öðrum félögum fyrir SBU:

Aðalbjörg K. Arnórsdóttir, Ríkiskaup, KVH.

Arndís Kristjánsdóttir, Fjármálaeftirlitið, SL.

Dagný Heiðdal, Listasafn Íslands, Fræðagarði.

Guðrún Áslaug Jósepsdóttir, Fjármálaeftirlitið, SL.

Hanna Lilly Karlsdóttir, Einkaleyfastofa, SL.

Linda Björk Jónsdóttir, Íbúðalánasjóði, KVH.

Valgerður Halla Kristinsdóttir, Samkeppniseftirlitið, KVH.