Stjórn félagsins

Stjórn SBU 2022-2023:

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, formaður (formadur@sbu.is)
Óskar Þór Þráinsson, varaformaður  (varaformadur@sbu.is)
Sveinn Ólafsson, ritari (ritari@sbu.is)
Ragna Björk Kristjánsdóttir, gjaldkeri (gjaldkeri@sbu.is)
Þóra Jónsdóttir, meðstjórnandi (medstjornandi@sbu.is

Hallfríður Kristjánsdóttir, varamaður (gardalfar@gmail.com)
Sigrún Guðnadóttir, varamaður (sigrungudna@gmail.com

Hafðu samband: sbu@sbu.is

Stjórn og nefndarstörf:

Í 6. gr. laga félagsins segir að stjórnin fari með æðsta vald í öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og fylgi eftir lögum félagsins og er málsvari þess útávið. Stjórnin gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og að kjarasamningar þess séu haldnir.

Í þessum fáu orðum felst að stjórnin hefur séð um alla ákvarðanatöku milli aðalfunda, þar með talið hvort boða þurfi til félagsfunda, sem er sérstaklega gert í kringum kjarasamninga. Stjórnin ber ábyrgð á því starfi sem félagið tekur þátt í innan BHM og utan þess og hefur í reynd unnið mest af þessu starfi, þó stundum sé kallað til félagsmanna utan stjórnarinnar, þá helst úr hópi trúnaðarmanna, sjá síðar. Þjónustuskrifstofa hefur séð um daglegt utanumhald félagsins, bókfærslu, svörun fyrirspurna og margs kyns vinnu varðandi kjarasamninga, stofnanasamninga og kjaradeilur einstakra félagsmanna, en stjórnin vinnur líka í þeim málum. Stjórnarmenn eru kjörnir til trúnaðarstarfa innan BHM og í þeirri samvinnu sem félagið á utan BHM.

Stjórnarfundir

Stjórnarfundir eru haldnir að jafnaði mánaðarlega eða oftar ef þurfa þykir en að jafnaði er tekið sumarhlé í júlí. Þar er fjallað um öll mál sem snerta félagið, teknar ákvarðanir um aðgerðir og farið yfir umsóknir um inngöngu nýrra félaga.