Starfaskilgreiningin Verkefnastjóri 3 nú í samningi SBU og SNS

Í júní var óskað eftir við samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að gerðar yrðu breytingar á á kjarasamningi SNS og Bókasafns- og upplýsingafræðinga til samræmis við ýmsa aðra kjarasamninga SNS og aðildarfélaga BHM. Um var að ræða viðbót í starfaskilgreiningu samningsins: Verkefnastjóri 3
Á fundi nefndarinnar í ágúst var þessi breyting samþykkt og tekur hún gildi frá og með 1. september 2017 sbr. gr. 11.2.4 í kjarasamningi aðila. Launaröðun starfsins er launaflokkur 41 og starfaskilgreining er eftirfarandi:

Verkefnastjóri 3
Starfið felur í sér umsjón umfangsmikilla verkefna og/eða málaflokka. Starfinu
tilheyrir mikil stefnumótunarvinna og náið samstarf við æðstu stjórnendur
sveitarfélags. Getur farið með verkstjórn en er að jafnaði ekki með mannaforráð.

Fundargerð 38. FsSis