Nýr vefur SBU á sbu.is

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga opnaði nýjan vef föstudaginn 12. júlí 2013. Vefurinn er í umsjá félagsins og tekur við af vef sem þjónustuskrifstofa, áður Huggarður, hafði séð um fyrir öll sín félög.

Félagið vonar að með þessum vef verði hægt að sníða þarfir hans meira að þörfum félagsmanna, um leið og verði hægt að gera vefinn að lifandi þætti í samskiptum félagsmanna sín í milli.

Vefurinn er WordPress-vefur  og styðst við tækjasvörun (responsive design), þannig að hann er læsilegur á síma jafnt sem spjaldtölvur, fartölvur eða borðtölvur. Vefurinn tekur mið að nýju merki SBU.

SBU Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga