Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar á kjarasamningi SBU við Ríkið

Atkvæðagreiðsla um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið sem undirritaður var 2.febrúar 2018 var gerð af Maskínu fyrir Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 9.-16.febrúar á rafrænan hátt. Alls voru 107 manns á kjörskrá og 72 af þeim greiddu atkvæði eða 67,3%.

Af þeim sem greiddu atkvæði voru 70,8% (51) sem sögðu „Já, ég samþykki“, 22,2% (16) sem sögðu „Nei, ég samþykki ekki“ og 6,9% (5) sem skiluðu auðu.

Samningurinn telst því samþykktur. Sjá samning hér