Námskeið á vegum BHM á Ísafirði – vorönn 2018

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga vestan heiða upp á námskeið í samstarfi við Ísafjörð. Opnað verður fyrir skráningar kl. 12:00 miðvikudaginn 28. mars nk.

Eftirtalin námskeið verða í boði á Ísafirði nú í  vor. Sem fyrr þarf að skrá þátttöku fyrirfram á vef BHM.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrst koma, fyrst fá.

Fundarsköp og fundarstjórnun

Tími: Þriðjudaginn 24. apríl kl. 13:00‒16:00

 Umsjón/leiðbeinandi: Viktor Ómarsson, JCI á Íslandi

 Lýsing: Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað.

Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl.

Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund.