Launagreiðendur

Upplýsingar um félagsgjöld og greiðslur í sjóði BHM

Félagsgjöld

Félagsgjöld sem dregin eru mánaðarlega af heildarlaunum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil:

Stéttarfélag bókasafns- og uppl.fræðinga (SBU) kt: 511290-2369 (670), félagsgjöldin eru 1% af heildarlaunum.

 

Greiðslur vinnuveitanda í sjóði

Mótframlagið er það sama hjá öllum þannig að vinnuveitandi greiðir:

  1. Í orlofssjóð BHM 0,25% af heildarlaunum.
  2. Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af heildarlaunum.
  3. Í styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum (opinberir starfsmenn).
  4. Í sjúkrasjóð BHM 1% af heildarlaun (almennur markaður).
  5. Í vísindasjóð SBU 1,5% af föstum dagvinnulaunum *
  6. Til Starfsþróunarseturs háskólamanna 0,7% af heildarlaunum. ( opinberir starfsmenn og ýmsar sjálfseignarstofnanir)

 

Sjúkrasjóður er einungis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Aðrir greiða í styrktarsjóð. Aldrei greitt í báða í einu.

Starfsmenn á almennum vinnumarkaði þurfa að sækja sérstaklega um aðild að starfsmenntunarsjóði BHM. Umsóknin berist stjórn sjóðsins.

* Ekki lengur greitt fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríki. Greitt er í vísindasjóð fyrir félagsmenn sem taka laun eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Aðild að sjóðnum er valkvæð fyrir félagsmenn á almennum markaði.

Iðgjöld til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRK, eru 0,13% af heildarlaunum og eru innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði, sjá nánar á heimasíðu Virk.

 

Bankaupplýsingar og skilagreinar

Allar greiðslur vegna félagsgjalda og iðgjalda í vísindasjóð, orlofssjóð, starfsmenntunarsjóð, sjúkrasjóð , styrktarsjóð og Starfsþróunarsetur eiga að greiðast inn á reikning hjá Arion banka.Bankaupplýsingar0336-26-50000 kt. 630387-2569. Greiða má í einni upphæð en skilagreinar með fullnaðarupplýsingum (sundurliðun gjalda) um viðkomandi launþega þurfa jafnframt að berast til BHM.

Senda má rafrænt með XML skjali í gegnum síðuna www.skilagrein.is eða SALfærslu með tölvupósti á netfang skilagreinar@bhm.is
Ekki þarf að setja inn lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.

 

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti

Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6 v/BIB
105 Reykjavík

Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is

Fax: 595-5101