Háskólanemar heimsækja SBU

Nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði heimsóttu SBU eftir aðalfund Katalogosar á dögunum. Þau þáðu veitingar og hlýddu á erindi Óskars Þórs Þráinssonar um þau réttindi og skyldur sem fylgja félagsaðild. Óskar fór yfir hvað félagsaðild þýddi, tengsl SBU, þjónustuskrifstofu SBU og BHM. Hann ræddi sérstaklega um nemaaðild að félaginu, sem er opin þeim sem hafa lokið 60 einingum í faginu, sjá nánar hér á heimasíðunni. Anna starfsmaður á þjónustuskrifstofu SBU og Sveinn Ólafsson, stjórnarmaður í SBU, voru einnig þarna til halds og trausts. Í lokin fór Óskar yfir ýmsar niðurstöður úr ímyndarkönnun MMR frá 2012 sem var unnin fyrir Upplýsingu og SBU, og hvað þær þýddu fyrir nýtt fólk í faginu. Hópurinn kvaddi og hélt að þessu loknu í óvissuferð.

2013-03-15 16-2