Dagana 18. – 19. mars fór fram könnun á hug félagsmanna SBU til verkfallsaðgerða. Þökkum við félagsmönnum fyrir skjót svör, en 70,8% svarhlutfall var í könnunina. Fram kom að 78% eru tilbúin í að grípa til löglega boðaðra aðgerða til að ná fram launahækkun umfram 2,8% í yfirstandi kjarasamningsviðræðum. 16,9% eru tilbúnir í verkfallsaðgerðir óháð því hvort önnur félög innan BHM fara í verkfall á sama tíma og 65,7% eru tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef önnur félög innan BHM fara í verkfall á sama tíma. Þá kom fram að 8,4% eru sátt við 2,8% launahækkun og ekki tilbúin að grípa til aðgerða en 15,1% merktu við annað. Þessar upplýsingar nýtast stjórn félagsins vel í áframhaldandi kjarabaráttu og verður félagsmönnum haldið upplýstum um stöðu mála.