Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar á kjarasamningi SBU við Ríkið

Posted_on feb 19, 2018 | 0 comments

Atkvæðagreiðsla um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið sem undirritaður var 2.febrúar 2018 var gerð af Maskínu fyrir Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 9.-16.febrúar á rafrænan hátt. Alls voru 107 manns á kjörskrá og 72 af þeim greiddu atkvæði eða 67,3%. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 70,8% (51) sem sögðu „Já, ég samþykki“, 22,2% (16) sem sögðu „Nei, ég samþykki ekki“ og 6,9% (5) sem skiluðu auðu. Samningurinn telst því samþykktur. Sjá samning...

Read More

Undirritun kjarasamnings við Ríkið

Posted_on feb 4, 2018 | 0 comments

Samninganefnd Stéttarfélags Bókasafns- og upplýsingafræðinga skrifaði á föstudag undir kjarasamning við ríkið með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn gildir frá 1. september 2017 til 31. mars 2019. Stefnt er að samningurinn verði kynntur nánar á næstu dögum og atkvæðagreiðla myndi síðan fara fram í kjölfarið. Helstu atriði samningsins eru: *Laun hækka um 2,21 % frá 1. september 2017. * Laun hækka um 2% frá 1. júní 2018. * Eingreiðsla í febrúar 2019 Sjá samning...

Read More