Ágæti félagsmaður Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga heldur aðalfund sinn föstudaginn 7. apríl 2017 kl. 17-18. Fundurinn verður haldinn í salnum á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík og einnig verður hægt að vera á símafundi. Félagsfólki er bent á að jafnaði gefst kostur á að sækja fund sem þennan í vinnutímanum að höfðu samráði við næsta yfirmann. Kosið verður um 4 stjórnarsæti þar á meðal um formann og einnig verður kosið um 1 varamann. Félagsmenn eru beðnir um að skrá sig á fundinn, bæði í Borgartúni og í fjarfund. Lokað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 16:00. Þátttaka í símafundi er bundin við að hafa skráð sig fyrir þennan tíma en fundurinn í Borgartúni er opinn öllum félagsmönnum SBU. Skráning á fundinn fer fram hér. Dagskrá fundarins 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar 4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ákvörðun um félagsgjöld og önnur gjöld. 5. Kosning stjórnarmanna sbr. 5.gr. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. 7. Kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins. 8. Önnur mál. Fyrir hönd stjórnar SBU Sigrún Guðnadóttir, formaður Tillögur að breytingum á lögum SBU. 1. Tillaga – 6.gr. Störf stjórnar Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Fundi skal halda eins oft og þörf krefur. Einnig skal boða til fundar ef a.m.k. einn stjórnarmaður æskir þess og skal hann haldinn innan viku. Stjórnin fer með æðsta vald í öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og fylgir eftir lögum félagsins og er málsvari þess útávið. Félagið styrkir verkefni sem stuðla að framgangi stéttarinnar, eitt verkefni á ári, allt að 200.000 krónum. Stjórn auglýsir eftir styrkbeiðnum og úthlutar styrk. Stjórnin gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og að kjarasamningar þess séu haldnir. Verður: 6.gr. Störf stjórnar Formaður boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim. Fundi skal halda eins oft og þörf krefur. Einnig skal boða til fundar ef a.m.k. einn stjórnarmaður æskir þess og skal hann haldinn innan viku. Stjórnin fer með æðsta vald í öllum málefnum félagsins milli aðalfunda og fylgir eftir lögum félagsins og er málsvari þess útávið. Stjórnin gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og að kjarasamningar þess séu haldnir. 6a.gr. Styrkir Félagið styrkir verkefni sem stuðla að framgangi stéttarinnar, eitt verkefni á ári, allt að 200.000 krónum. Stjórn auglýsir eftir styrkbeiðnum og úthlutar styrk. 2. Tillaga – 8.gr. Fjármál Félagsmenn skulu greiða félagsgjald til félagsins er nemi ákveðnu hlutfalli af föstum launum og innheimtist það mánaðarlega hjá vinnuveitanda. Aðalfundur ákveður félagsgjöld til eins árs í senn. Heimilt er að ákveða sérstakt samningsgjald fyrir félaga með aukaaðild sem samið er fyrir. Þá innheimtir félagið einnig samningagjöld af þeim sem taka laun samkvæmt kjarasamningi félagsins sbr. 2.mgr.7.gr. laga nr. 94/1986 eða 2.mgr.6.gr. laga nr. 55/1980...