Samningar við sveitarfélögin samþykktir

Posted_on apr 5, 2016 | 0 comments

Fyrr í dag lauk kosningum um kjarasamninga Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á sama tíma lauk kosningum á hliðstæðum kjarasamningum Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags lögfræðinga. Allir samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Samningarnir hafa því öðlast gildi. Kjörsókn innan SBU var 63% meðal þátttakenda og var samningurinn samþykktur með 80,4% atkvæða. Samkomulag um breytingar og framlengingnu á gildandi kjarasamningi er nú aðgengilegt á vef SBU ásamt öðrum...

Read More

Aðalfundur SBU föstudaginn 15.apríl kl.16

Posted_on apr 4, 2016 | 0 comments

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga heldur aðalfund sinn föstudaginn 15. apríl 2016 kl. 16-17. Fundurinn verður haldinn í salnum á 3. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík og  einnig verður hægt að vera á símafundi. Félagsfólki er bent á að jafnaði gefst kostur á að sækja fund sem þennan í vinnutímanum að höfðu samráði við næsta yfirmann. Kosið verður um 1 stjórnarsæti og 2 skoðunarmenn reikninga. Félagsmenn eru beðnir um að skrá sig á fundinn, bæði í Borgartúni og í fjarfund. Lokað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 16:00. Þátttaka í símafundi er bundin við að hafa skráð sig fyrir þennan tíma en fundurinn í Borgartúni er opinn öllum félagsmönnum SBU. Félagsmenn eru beðnir um að skrá sig hér. Dagskrá fundarins Skýrsla stjórnar. Reikningar félagsins. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, ákvörðun um félagsgjöld og önnur gjöld. Kosning stjórnarmanna sbr. 5.gr. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins. 7        Önnur mál. Stjórna SBU...

Read More