Viðtal við formann SBU í Fréttablaðinu

Posted_on nóv 25, 2013 | 0 comments

22. nóvember fylgdi sérblað með Fréttablaðinu um stéttarfélög, og þar var viðtal við Sigrúnu Guðnadóttur, formann SBU, um kjaramálin. Þar segir hún: „Það sem SBU vill leggja mesta áherslu á í komandi kjaraviðræðum er að laun okkar fólks hækki en með áherslu á að styrkja kaupmátt jafnframt því að ná fram launajafnrétti kynjanna. Margir innan okkar félags hafa dregist aftur úr hvað varðar laun þar sem flestir í okkar stétt vinna hjá hinu opinbera en laun á almennum markaði eru allt að 20% hærri. Við teljum nauðsynlegt að þeir sem leggja á sig langt nám í háskóla eigi að njóta samkeppnishæfra launa. Það er mikil breyting í starfsþróun stéttarinnar, áður fyrr voru flestir með okkar menntun að vinna á bókasöfnum en í dag vinnur meirihlutinn við skjalastjórn, stjórnun á upplýsingum og miðlun þeirra. Við viljum gera okkar stétt meira gildandi í þessum störfum og viljum stefna að því að fólk með okkar menntun sé það fyrsta sem atvinnurekendum dettur í hug þegar kemur að þessum störfum. Einnig viljum við sjá að réttur til námsleyfa sem nú er í samningum við ríkið verði einnig í samningum við sveitarfélög ásamt við almenna markaðinn. Það er mikill munur á að eiga rétt á að sækja um námsleyfi eða að hafa rétt á námsleyfi. Stór hluti háskólamenntaðra greiðir af námslánum en hefur ekki fengið þau lán virt í aðgerðum vegna skuldsetningar né við útreikninga á heildarskuldum. Okkur finnst að þau eigi að vera frádráttarbær til skatts til jafns við önnur lán. Einnig að af þeim reiknist vaxtabætur, að þau verði tekin með í eignastöðu við þær aðgerðir hjá hinu opinbera vegna skuldsetningar hjá almenningi. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum, af þeim þarf að greiða.“ — Til að lesa viðtalið eins og það birtist í blaðinu, sjá vefblaðið...

Read More

Nám breytist

Posted_on nóv 24, 2013 | 0 comments

Á málþingi um framtíð stéttarinnar á föstudag kom fram að Háskóli Íslands hefur hætt kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði sem aðalgrein á B.A.-stigi. Þetta kemur fram í Stjórnartíðindum. Það kom einnig fram að Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Upplýsing og háskólabókaverðir höfðu hvert um sig sent erindi til Háskólaráðs áður en þessi ákvörðun var tekin, en hafði ekki verið svarað. Félagið lætur nú skoða þá málsmeðferð en ljóst er að stefnt var leynt og ljóst að því að halda fag- og hagsmunafélögum utan við þessa ákvörðun. Í erindi SBU komu fram rök fyrir áframhaldandi kennslu á þessu stigi, ekki síst þau að vel gengi fyrir fólk að fá vinnu við fagið að loknu þessu námi, eins og kom fram í fjölda atvinnuauglýsinga í sumar, eftir að erindið var sent. Þetta féll ekki saman við það sem kom fram í máli fulltrúa HÍ sem sögðu að erfiðlega gengi fyrir fólk með þessa gráðu að fá vinnu. Kennarar við deildina sögðu einnig að aðsókn að námi til B.A.-gráðu hefði minnkað en höfðu ekki tölur því til stuðnings. Námið verður hér eftir á meistarastigi, til M.A.- eða MLIS-gráðu. Það verður nefnt nám í upplýsingafræði. Þess vegna er ljóst að ýmsar breytingar verða á stéttinni á næstu...

Read More

Nýjar tölur um laun kynja í SBU á málþingi á föstudag 22. nóvember

Posted_on nóv 17, 2013 | 0 comments

Á málþingi um stöðu stéttarinnar sem verður haldið í Öskju föstudaginn 22. nóvember mun Sveinn Ólafsson meðal annars kynna nýjar tölur um launamun kynjanna innan SBU, sem Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hefur unnið fyrir félagið. Einnig verður farið yfir nokkur atriði úr kjarakönnun BHM. Við hvetjum alla félaga okkar til að kynna sér dagskrá málþingsins, sem er á öðrum stað á þessum vef. Sækja má um styrk til Starfsmenntasjóðs BHM fyrir þátttökugjaldi og því ætti enginn að láta sig vanta. Sjá nánar um umsóknir í sjóði BHM. Myndin er frá heimsókn nemenda í bókasafns- og upplýsingafræðum til SBU í vor, og sjást ekki allir, því þröngt máttu sáttir sitja. Nemendur fengu það bætt upp með ríflegum veitingum og við vonum að þau hafi gengið sátt frá fundi. Nú fer fækkandi í þeim hópi, því að engir nýir nemendur voru teknir inn í B.A.-nám í...

Read More

Gangur kjaramála í nóvember

Posted_on nóv 11, 2013 | 0 comments

Kjaramálin eru efst á baugi hjá SBU sem endranær, þó einnig sé unnið í öðrum málum. Samningar renna út í janúar 2014 og undirbúningur kjaraviðræðna hófst í sumar, þegar félög innan BHM settu upp helstu kröfugerðarmál. Í lok september settu fimm félög sem reka saman þjónustuskrifstofu upp hóp sem raðaði saman hugmyndum að málefnum fyrir kröfugerð. SBU er í þessum hópi með FÍF, FHSS, Fræðagarði og SL. Gerð var könnun meðal félagsmanna upp úr þessum hugmyndapakka, hvað þeir teldu mikilvægast. Ekki kom á óvart að launamál voru efst á baugi sem fyrr hjá SBU. Þar var launajafnrétti efst á blaði, síðan hærri laun, efldur kaupmáttur og samræmd orlofs- og desemberuppbót. Einnig nefndi fólk styttri vinnuviku og samræmingu lífeyrisréttinda. Atriði sem hlutu minni byr meðal félagsfólks voru lækkuð greiðslubyrði vegna námslána, aukið orlof barnafólks og réttur vegna veikinda nákominna. SBU hefur tilkynnt kjaraviðræðunefndir við alla viðsemjendur sína og óskað eftir fundum með þeim, sem fara af stað nú í skammdeginu. Félög innan BHM munu skoða hverjir hyggjast fara í samflot. Það munu ekki verða öll BHM-félögin, því þegar hafa félög lýst því yfir að þau fari fram sér. Ljóst er að félögin fimm sem áður voru upp talin hyggjast fara fram saman, en það eina sem er víst í þessu samhengi er að samningsrétturinn liggur á endanum hjá hverju félagi fyrir sig. Þau geta þannig á hvaða stigi málsins leitað samflots með þeim sem þau vilja og telja henta hverju sinni. Meðallaun í SBU eru á svipuðu róli og í Fræðagarði og FÍF, en töluvert lægri en í SL og FHSS. Að mörgu öðru leyti er staða félagsmanna álík og eiga þessi félög til dæmis meira sameiginlegt hvert með öðru en með félögum sem hafa fjölda vaktavinnustarfa. Það hentar þess vegna SBU að mörgu leyti að fara fram með þessum félögum, en SBU hefur einnig leitað samstarfs við önnur félög þegar það hefur hentað. Þetta er viðurkenndur samningsmáti. Eitt atriði sem SBU vill koma á er að nýr samningur taki gildi frá þeim degi þegar sá eldri rennur út. Hingað til hefur þetta ekki verið svo, og setur þess vegna litla pressu á viðsemjendur að gera nýjan samning. Eins og nú er gildir eldri samningur þar til nýr hefur verið gerður, eins og almennt gerist í...

Read More