Nýr framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu FS

Posted_on maí 8, 2020 | 0 comments

Georg Brynjarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Þjónustuskrifstofu FS. Skrifstofan er þjónustueining sem rekin er af fimm aðildarfélögum BHM, þar á meðal SBU. Georg hefur störf þann 1. september næstkomandi. Georg hefur starfað sem hagfræðingur BHM undanfarin sjö ár. Sigrún GuðnadóttirFormaður SBU

Read More

Frestun aðalfundar SBU 2020 til hausts

Posted_on apr 28, 2020 | 0 comments

Í ljósi tilmæla frá heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarkvaðir frá 4. maí nk. hefur stjórn SBU ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust til föstudagsins 21. ágúst kl.12. Gera má ráð fyrir að þá verði fundarfært í eðlilegum aðstæðum. Fundarboð og upplýsingar verða sendar þegar nær dregur.Stjórn SBU óskar félagsfólki og fjölskyldum þess alls hins besta á þessum óvenjulegu...

Read More

Orðsending vegna ríkissamninga og atkvæðagreiðsla

Posted_on nóv 5, 2019 | 0 comments

Kæru félagsmenn SBU hjá ríkinu. Nú hafa verið haldnir fundir um allt land til að kynna nýgerðan kjarasamning við ríkið.  Hér eru helstu upplýsingar sem fram komu á fundunum: Félagið var í samvinnu með 11 öðrum félöguminnan BHM í samningaviðræðum við ríkið frá  apríl lokum til 8. október sl.. Þá höfðu verið haldnir 22 samningafundir og á margan hátt var samningafólk aftur komið á byrjunarreit. Vegna þessaafréðu 5 félög að segja sig úr samstarfinu og leita samninga, sem lauk með undirskrift nýs kjarasamnings 10 dögum síðar. Samningurinn byggir á tilboði ríkisins um samskonar samning og lífskjarasamningarnir voru, en með nokkrum breytingum. Við náðum að fá samanlagðar launahækkanir, þannig að allir fái meira en 3% hækkun á ári á samningstímanum. Fólk getur slegið inn launaflokk og þrep í reiknivél sem hefur verið kynnt í fyrri pósti, og séð hver launarþróun þess verður. Ofan á það kemur launaþróunartrygging, sem ætlað er að opinberir starfsmenn haldi í við þá þróun launa sem verður á almennum markaði. Þetta er gert í trausti þess að landið fari að rísa á næsta ári og haldi því áfram út samningstímabilið. Vinnutími verður styttur um 13 mínútur á dag, sem hljómar ekki mikið. Þetta samsvarar þó 7 vinnudögum á ári. Stofnun skal gera samkomulag við starfsfólk fyrir 1. janúar 2021 sem miði að 36 tíma vinnuviku, kjósi starfsmenn svo. Þeir þurfa þá að gefa eftir skráða kaffitíma eða eitthvað annað, því að 13 mínútur á dag samsvara aðeins 65 mínútum á viku. Stofnunin þarf að semja um hvernig styttingin er tekin út, í heilum dögum eða styttri bútum. Það er engin kvöð að gefa eftir skráða kaffitíma, en ef fólk kýs að gera svo til að stytta vinnuviku, á það enn rétt á að standa upp og fá sér kaffi, bara ekki á neinum ákveðnum tíma. Orlof verður 30 dagar fyrir alla ríkisstarfsmenn félaganna, burtséð frá aldri. Á móti verður tekin af sjálfkrafa 25% lenging á orlof tekið að vetri, það er aðeins inni ef yfirmaður hefur farið fram á að það sé tekið að vetri, eða að launþegi hefur ekki getað tekið út orlof á tilsettum tíma vegna fyrirmæla á vinnustað. Styrktarsjóður BHM, sem er fyrir starfsmenn á opinberum vinnumarkaði, hefur staðið höllum fæti vegna ásóknar í sjúkradagpeninga og fær nú aukið framlag, úr 0,55% í 0,75%, eða rúmlega þriðjungs aukningu. Samningurinn er bundinn því að framfylgt verði tillögum um breytingar á endurgreiðslum lána frá LÍN, sem þýðir að ábyrgðarmannakerfið verði lagt af og greiðslur verði gerðar léttbærari. Félagið gerir þessa samninga við þær aðstæður að ríkið hefur aðeins boðið samsvarandi samninga og lífskjarasamningana, að fólk er ófúst til verkfallsaðgerða, að opinberir starfsmenn eru ekki taldir eiga að fá neitt fram yfir það sem gerist á...

Read More

Nýr kjarasamningur við ríkið.

Posted_on okt 29, 2019 | 0 comments

Aðfararnótt mánudagsins 21. október skrifuðu Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga undir samning um framlengingu á kjarasamning við Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Samningurinn gildir til 31. mars 2023 eða til þriggja og hálfs árs. Helstu atriði kjarasamnings: Náðst hefur samkomulag um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 stundir sem tekur gildi 1. janúar 2021. Verður það gert í samstarfi starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað Samið var um hóflega launahækkun í samræmi við lífskjarasamningana. Í þeim er fólki tryggð kaupmáttaraukning sem er betri en verðbólguspá Seðlabankans á samningstímanum  Breytingar á launatöflu sem auðvelda launasetningu Launahækkanir sem koma inn 1. desember eru afturvirkar til 1. apríl, en 105.000 kr. eingreiðsla sem var greidd út 1. ágúst s.l. dregst frá þeirri Rýmri heimild er til þess að greiða viðbótarlaun umfram reglubundin mánaðarlaun Uppsagnarákvæði og launaþróunartrygging sem eiga eftir að vinna fyrir heildina Orlof verður 30 dagar fyrir alla, óháð aldri, miðað við fullt starf Starfsfólk á rétt á 15 daga samfelldu orlofi á sumarorlofstímabilinu  Orðalagi kjarasamnings hefur verið breytt til samræmis við lög og dómaframkvæmd þegar kemur að flutningi orlofs milli ára Orlof má ekki flytja á milli orlofsára, nema ef launþegi hefur þurft að fresta töku vegna óska yfirmanna, verið í fæðingarorlofi eða veikur  Orlofsrétt sem ekki hefur verið nýttur árið 2019 má taka út allt til ársins 2023 Sjálfvirk 25% lenging orlofs sem tekin er utan sumarorlofstíma breytist. Lengingin er enn til staðar en liggja þarf fyrir skrifleg beiðni yfirmanns um að það orlof sé tekið utan sumarorlofstímabils Iðgjöld í Styrktarsjóð BHM verða 0,75%, voru áður 0.55%. Samninganefnd...

Read More

Ný stjórn SBU og aðalfundur félagsins 2019

Posted_on apr 19, 2019 | 0 comments

Aðalfundur SBU var haldinn 12.apríl síðastliðinn í Borgartúninu. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Sigrún, formaður, kynnti helstu verkefni stjórnar árið 2018, farið var yfir ársreikninga félagsins og sjóðanna og gengið var frá lagabreytingatillögum. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrirnæsta ár. Kosið var um þrjú stjórnarsæti, formann og tvo stjórnarmenn. Einnig voru kosnir tveir varamenn. Hallfríður Kristjánsdóttir gekk úr stjórn og Helga Halldórsdóttir hætti sem varamaður. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu félagsins. Sigrún Guðnadóttir var kosin áfram formaður, Sigrún Júlía Sighvatsdóttir gaf kost á sér áfram og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar var kosin í stjórn. Hallfríður Kristjánsdóttir og Ívar Ólafsson gáfu kost á sér sem varamenn til eins árs og til tveggja ára. Yfirlit yfir skjöl aðalfundar hér Neðangreindir sitja nú í stjórn SBU og í öðrum hlutverkum: Sigrún Guðnadóttir, formaður Sveinn Ólafsson, varaformaður Óskar Þór Þráinsson, ritari Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, gjaldkeri Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, meðstjórnandi Hallfríður Kristjánsdóttir, varamaður Ívar Ólafsson,...

Read More

Samantekt af námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi 1.-3. október 2018

Posted_on okt 5, 2018 | 0 comments

Þrír fulltrúar SBU fóru til námsstefnu ríkissáttasemjara í Borgarnesi, sem haldin var 1. til 3. október. Þátttakendur voru rúmlega sjötíu talsins og komu frá stéttarfélögum úr öllum geirum og frá SA. Þetta var mikilvægur hluti undirbúnings að kjarasamningagerð, en samningar á almenna markaðnum renna út nú í haust og á hjá opinberum starfsmönnum í lok mars. Það var mál manna á námsstefnunni að gott væri að hittast og fara yfir þessi mál í svona stórum hópi þar sem ólík sjónarmið komu fram. Námsstefnan var haldin einu sinni í vor og á eftir að halda hana tvisvar í haust. Hún er hugsuð til að undirbúa samninganefndir undir vinnu í kjarasamningum. Efni hennar endurspeglar þá vinnu og var farið yfir flest þau atriði sem það snerta. Hér verður ekki sagt frá námsstefnunni í tímaröð, heldur dregið saman það efni sem var farið yfir. Meginþræðir í máli fyrirlesara: Traust er grundvallaratriði. Það er áunnið með því að standa við orð sín, með því að ræða saman og hittast. Til þess þarf að sýna ákveðna berskjöldun og þreifa sig áfram með viðsemjendum til niðurstöðu. Niðurstaða hlýtur að byggjast á sameiginlegum markmiðum. Markmiðasetning í kjaraviðræðum verður að vera skýr. Trúnaður verður að ríkja innan hverrar samninganefndar, við viðsemjendur, við félagsmenn og síðust í röðinni eru aðrir í samfélaginu. Greina þarf frá því hvað er að gerast og að hverju er stefnt eins í þessari röð, enda hafa kjaraviðræður áhrif í öllu samfélaginu. Þrír fyrirlesarar fóru yfir lögfræðileg álitamál. Magnús Norðdahl frá ASÍ og Sara Lind Guðbergsdóttir frá kjara- og mannauðssýslu ríkisins fóru yfir helstu lagaheimildir sem gilda um stéttarfélög og vinnudeilur. Þau röktu hvernig þessi lög urðu til og hver tilgangur þeirra er. Þau gilda um þessa ákveðnu tegund samninga, hópsamninga og eru ólík lagaákvæðum um almenna viðskiptasamninga, enda er staða aðila mjög ólík. Lögin sem gilda um þetta eru fyrst og fremst sátt til að koma í veg fyrir átök og deilur, og skipa þeim átökum sem verða í ákveðinn lögbundinn farveg. Auk þeirra fór Arnar Jónsson héraðsdómari yfir ábyrgð samningamanna, að vinna að því að samningar takist og standa bak við þá niðurstöðu sem fæst, sem kom síðar einnig fram hjá fleiri fyrirlesurum. Hann ræddi einnig ábyrgð samningamanna gagnvart baklandi sínu, viðsemjanda og gagnvart samfélaginu, en það er ólík ábyrgð. Hann ræddi hollustuklemmu, þar sem samningamenn hafa mismunandi skuldbindingar gagnvart baklandi sínu, samninganefnd og viðsemjendum. Í máli Magnúsar kom fram að heimildir til aðgerða geta tekið til mjög lítils hluta félagsmanna og félagið getur látið þá kjósa um þær aðgerðir. Þær geta tekið til tiltekinna starfa, tiltekins tíma sólarhrings, tiltekinna hverfa eða svæða eða sem yfirvinnubann. Það þarf að vera afar skýrt í verkfallsboðun hverjir taki þátt í verkfalli og gegn hverjum verkfallið...

Read More