Vísindasjóður

Vísindasjóður er fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Síðan 2011 er notuð sú regla að þeir þurfa ekki að sækja um úthlutun heldur fá úthlutað í hlutfalli við inngreiðslur atvinnurekanda. Hér er um launatengd gjöld að ræða sem atvinnurekandi greiðir ofan á laun, en ríkisstarfsmenn seldu sinn hluta í samningum 2008, sem þá rann inn í launagreiðslur. Starfsmenn sem njóta greiðslna úr sjóðnum geta lagt fram frumrit reikninga fyrir bókakaupum á fræðasviði sínu, sem og vegna námskeiðsgjalda eða annarra útgjalda til fræðastarfa, til að greiðslan geti verið frádráttarbær frá skatti.