Úthlutun úr vísindastjóði SBU 2016

Vísindasjóður er sjóður fyrir starfsmenn sveitarfélaga og þá á almennum markaði sem hafa óskað eftir því að greiða í sjóðinn.

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í sjóðinn á tímabilinu 1. nóvember 2010 – 31. október 2016. Vinnuveitandi greiðir 1.5% af dagvinnulaunum í vísindasjóð.

Allir fullgildir félagsmenn sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð fá úthlutað og ekki þarf lengur að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðum neðangreindra félaga. Allir félagsmenn fá senda tilkynningu í pósti þegar greiðsla hefur farið fram.

Gert er ráð fyrir að greitt verði úr sjóðnum í lok vikunnar.

Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Ef félagsmenn hafa nótur, sem skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrknum, þá skal skila þeim með skattframtali.

Sjá nánar um vísindasjóð

Logo SBU