Þjónustuskrifstofan

SBU rekur sameiginlega þjónustuskrifstofu með fjórum öðrum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna (BHM). Skrifstofan er með vefinn stett.is, er til húsa í Borgartúni 6 á þriðju hæð, og svarar í síma 595 5165 á skrifstofutíma og netfanginu sbu@sbu.is.

Samningur um rekstur þjónustuskrifstofu með FÍF, Fræðagarði og Stéttarfélagi lögfræðinga var undirritaður í júní 2013. Við sama tækifæri fékk FHSS aukaaðild að samningnum, og eru því 5 félög sem nú reka þjónustuskrifstofu saman. Félögin eru auk SBU:

Innan þessara stéttarfélaga er fjölbreytt flóra háskólamenntaðs fólks sem starfar hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum markaði.

 

Hvað gerir þjónustuskrifstofa SBU fyrir þig?

Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar eru:

 • Að aðstoða félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.
 • Að aðstoða við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
 • Að aðstoða félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
 • Að vinna að gerð kjarasamninga fyrir stéttarfélögin fimm bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórna félaganna. Hvert stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt.
 • Að aðstoða við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.
 • Að aðstoða við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.

Hagsmunagæsla og stuðningur

 • Þjónar félagsmönnum 5 stéttarfélaga á sviði kjara- og réttindamála.
 • Aðstoðar við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
 • Aðstoðar félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
 • Er talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda ef óskað er eftir.

Kaup og kjör

 • Vinnur að gerð kjarasamninga, bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórnar aðildarfélaga.
 • Aðstoðar við gerð ráðningasamninga og túlkun á þeim.
 • Aðstoðar við útreikning á launum og innheimtu ef þörf krefur.

Fræðsla og upplýsingagjöf

 • Stendur fyrir ýmiskonar fræðslu og námskeiðahaldi er varða starfsmannamál, kjaramál og vinnumarkaðsmál.
 • Heldur utan um upplýsingar um launakjör  félagsmanna í stéttarfélögunum 5.

Styrkir og sjóðir

 • Stéttarfélögin 5 sem reka þjónustuskrifstofuna eru aðilar að Bandalagi háskólamanna (BHM) og eiga félagsmenn rétt á greiðslum úr sjóðum BHM auk úthlutunar orlofshúsa og íbúða.
 • Sjúkrasjóður BHM og Styrktarsjóður BHM veita fjárhagsaðstoð vegna ýmiskonar áfalla og forvarna.
 • Starfsmenntunarsjóður BHM veitir styrki til að sinna endur- og símenntun.
 • Félagsmenn í fæðingarorlofi eiga rétt á greiðslum úr Fjölskyldu- og styrktarsjóði.
 • Félagsmenn eiga rétt á greiðslum úr vísindasjóðum félaganna, þ.e. ef vinnuveitandi greiðir í sjóðinn.  Ríkisstarfsmenn eiga ekki lengur rétt á greiðslum úr vísindasjóði. Sjóðnum er ætlað að styrkja félagsmenn vegna kaupa á fræðibókum, námskeiða o.þ.h.