Myndasamkeppni SBU 2014

Stjórn SBU hefur ákveðið að efna til myndasamkeppni meðal félagsmanna.

Viðfangsefnið er starf bókasafns- og upplýsingafræðinga, hvar sem þau vinna. Ekki er verra að hafa upplýsingafræðing með á mynd, en það er ekki skilyrði.

Samkeppnin stendur yfir til 30. nóvember 2014 og er opin öllum félagsmönnum SBU. Ein verðlaun eru í boði, gjafakort að upphæð 50.000 krónur. Stjórn félagsins verður heimilt að senda inn myndir en ekki að keppa til verðlauna, enda er það stjórnin sem velur vinningsmynd í byrjun október og kynnir úrslit á vef félagsins.

SBU hefur leyfi til að nota allar myndir sem verða sendar inn í keppnina í efni sem félagið sendir frá sér, þar með talið á vef. Myndir skulu sendar til [email protected] eða með því að nota formið hér að neðan. Þær mega vera í upplausn 72dpi eða meiri, og duga allir venjulegir símar framleiddir síðustu árin eða myndavélar ágætlega fyrir það.

Senda póst til [email protected]

Fylla þarf út í reiti sem merktir eru með *

Fylla verður út hvaða félagsmaður sendir og samlagningarspurninguna.

Veljið myndir sem þið ætlið að senda og smellið á hnappinn neðst, merktur Senda myndirnar til SBU.

Hver kemur við sögu á myndinni eða myndunum og hvað er að gerast?