Hvað er SBU?

SBU stendur fyrir Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og er stéttarfélag þeirra  sem hafa viðurkennt lokapróf í bókasafns- og upplýsingafræði  frá háskóla.

Starf stéttarfélags eins og SBU snýst þannig  um að tryggja hagsmuni félaga og vinna með starfstengd málefni  eins og laun, starfsöryggi, frítíma, en líka um hluti eins og menntun og starfsheiti þar sem slíkt á við.

Í stuttu máli má segja að stéttarfélög eins og SBU séu félagasamtök launafólks með ákveðna sameiginlega menntun  og starfsvettvang sem ætlað er að gæta hagsmuna þess gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Stéttarfélög semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum.

SBU er aðili að BHM sem eru heildarsamtök stéttarfélaga háskólamanna  en aðildarfélög BHM eru nú 25 talsins. Launafólk er ekki félagsmenn í BHM heldur einhverju aðildarfélaga þess, þ.e. stéttarfélögunum. Í gegnum BHM sameinast stéttarfélögin um að og bjóða félagsmönnum sínum upp á margvíslega þjónustu svo sem útleigu orlofshúsa, námsstyrki og greiðslur úr sjúkrasjóðum.

Félagsmenn í SBU sinna mjög fjölbreyttum störfum á íslenskum vinnumarkaði.

 

Viltu vita meira?

[button link=“http://sbu.8.is/?page_id=2″] Um félagið[/button] [button link=“http://sbu.8.is/?page_id=147″] Hvað gerir félagið fyrir þig?[/button] [button link=“http://sbu.8.is/?page_id=62″] Félagsaðild að SBU[/button]