Um félagið

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU), kt.5112902369,  er stéttarfélag þeirra sem hafa viðurkennt lokapróf í bókasafns- og upplýsingafræði  frá háskóla.

Hlutverk félagsins er:

  •     að standa vörð um kjaraleg réttindi félagsmanna
  •     að semja um kaup og kjör félagsmanna
  •     að stuðla að samstarfi við innlend og erlend stéttarfélög
  •     að fræða félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur

Félagsmenn SBU eru 239 talsins (nóv. 2021) og starfa bæði hjá ríki (42%), sveitarfélögum (41%), séreignastofnunum (4%) og á almennum vinnumarkaði (13%). Félagið er eitt af aðildarfélögum  Bandalags háskólamanna (BHM).  SBU er aðili að samningi um aðild að samstarfi og rekstri sameiginlegrar þjónustuskrifstofu fyrir stéttarfélög. Aðrir aðilar að samningnum eru Félag íslenskra félagsvísindamanna (FÍF), Fræðagarður (FRG),  Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnaráðsins (FHSS).

 

Saga stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga

Félagið var stofnað 8. apríl 1999 upp úr tveimur eldri félögum, Kjaradeild Félags bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélaginu. Það gekk við stofnun inn í BHM, en ekki höfðu allir félagar Bókavarðafélagsins verið þar áður. Um þær mundir hafði stéttin greint vel á milli fagmenntaðra bókasafns- og upplýsingafræðinga, eins og faggráðan hét þá, og bókavarða sem ekki höfðu háskólanám í þessum fræðum að baki. Fyrstu bókasafns- og upplýsingafræðingarnir með meistaragráðu frá HÍ höfðu nýlokið prófi og fáum árum seinna var tekið upp nám til þverfaglegrar meistaragráðu, MILS, í fræðunum.