Stjórn SBU sýndi Sigrúnu Guðnadóttur þakklæti

 

Sigrún Guðnadóttir fær blóm
Kristjana, núverandi formaður færir Sigrúnu blómvönd í þakklæti fyrir vel unnin störf fyrir SBU

Sigrún Guðnadóttir var formaður SBU í átta ár og sinnti starfinu af óeigingirni og alúð þangað til hún lét af störfum 2020. Núverandi stjórn vildi sýna þakklæti fyrir hönd félagsins fyrir þessa vinnu, og afhenti henni blómvönd og litla gjöf í lok fundar með trúnaðarmönnum félagsins, sem var haldinn fimmtudaginn 7. október. Þessi fundur er sá fyrsti sem hefur verið haldinn með félagsmönnum í einum sal síðan takmarkanir vegna covid hófust fyrir einu og hálfu ári síðan. Félagið færir Sigrúnu sínar bestu þakkir fyrir allt hennar starf.

 

Sigrún Guðnadóttir fær blóm