Sem betur fer

Sem betur fer eigum við háskólamenntað fólk sem stuðlar að velferð, heilbrigði og öryggi okkar allra. Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM hafa tekið höndum saman að minna fólk á framlag þessa fólks, og að menntun þess verði metin að verðleikum. Margir telja að þetta hafi komið vel í ljós í covid faraldrinum.

Settur hefur verið upp vefurinn Sem betur fer. Fulltrúar BHM á forsíðu vefsins eru Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræðum og Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði.

Sem betur fer