Samningar við sveitarfélögin samþykktir

Fyrr í dag lauk kosningum um kjarasamninga Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Á sama tíma lauk kosningum á hliðstæðum kjarasamningum Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags lögfræðinga.
Allir samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Samningarnir hafa því öðlast gildi.
Kjörsókn innan SBU var 63% meðal þátttakenda og var samningurinn samþykktur með 80,4% atkvæða.

Samkomulag um breytingar og framlengingnu á gildandi kjarasamningi er nú aðgengilegt á vef SBU ásamt öðrum kjarasamningum.