Nýr framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu FS

Georg Brynjarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Þjónustuskrifstofu FS.

Skrifstofan er þjónustueining sem rekin er af fimm aðildarfélögum BHM, þar á meðal SBU. Georg hefur störf þann 1. september næstkomandi. Georg hefur starfað sem hagfræðingur BHM undanfarin sjö ár.

Sigrún Guðnadóttir
Formaður SBU

Georg framkvæmdastjóri skrifstofu