Ný stjórn SBU og aðalfundarstörf 2020

Þann 21.september síðastliðinn fór aðalfundur SBU fram í Borgartúninu.

Farið var í gegnum hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Sigrún, fráfarandi formaður SBU, kynnti helstu verkefni stjórnar árið 2019, Sigríður Júlía, gjaldkeri kynnti ársreikninga sjóðanna og samþykkt var fjárhagsáætlun fyrirnæsta ár. Sitjandi formaður, Sigrún, þurfti að víkja úr embætti vegna starfa sinna og varamaður hafði ekki kost á að taka sætið. Leitað var eftir samþykki fundarmanna á því afbrigði að kjósa formann til eins árs í staðin.
Kosið var því um 3 stjórnarsæti: formann og 2 í stjórn auk eins 1 varamanns.
Fráfarandi formanni SBU, Sigrúnu Guðnadóttur þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf til 12 ára.
Hún mun gegna embætti varamanns næsta árið og vera stjórn innan handar.

Yfirlit yfir skjöl aðalfundar hér

Neðangreindir sitja nú í stjórn SBU og í öðrum hlutverkum:

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, formaður
Óskar Þór Þráinsson, varaformaður
Sveinn Ólafsson, ritari
Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, gjaldkeri
Ívar Ólafsson, meðstjórnandi

Sigrún Guðnadóttir, varamaður