Ný stjórn SBU kosin á aðalfundi 10.apríl

Á aðalfundi SBU sem haldinn var 10. apríl 2015 urðu eftirfarandi breytingar á stjórn félagsins.
Sveinn Ólafsson, Sigríður Bjarnadóttir og Erna Björg Smáradóttir gengu úr stjórninni og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu félagsins.

Sigrún Guðnadóttir var endurkjörin sem formaður, Óskar Þór Þráinsson heldur áfram í stjórn og nýir í stjórn eru
Óskar Guðjónsson, Dagný Jónsdóttir og Hallfríður Kristjánsdóttir og bjóðum við þau velkomin til starfa.