Niðurstöður kjarakönnunar BHM og SBU

Í síðustu viku voru kynntar niðurstöður kjarakönnunar BHM, sem gerð var í vor. Könnunin náði til félagsmanna í öllum 28 aðildarfélögum BHM. Í henni voru 25 spurningar sem snúa að launum og kjörum félagsmanna með hliðsjón af fjölmörgum atriðum. Svarhlutfall var um um 50% en SBU var þriðja árið í röð með hæsta svarhlutfall eða 68,9% og viljum við þakka félagsmönnum fyrir góða þátttöku í kjarakönnuninni.

 

Niðurstöðurnar (könnunar) sýna að félagar í SBU eru ánægðir í starfi (81%) sem er fjórða hæsta hlutfall meðal aðildarfélaganna. Hins vegar eru aðeins um 15% ánægðir með laun sín en 59% eru óánægðir. Þessi tala kemur ef til vill ekki á óvart þegar skoðuð eru meðal heildarlaun. Niðurstaðan (könnunarinnar) sýnir að meðal heildarlaun á mánuði allra BHM félaga voru 581þ. Meðal heildarlaun SBU voru hinsvegar þau lægstu meðal aðildarfélaga eða 469þ.

 

Stjórn SBU mun á næstu vikum rýna í þessar niðurstöður og kanna möguleg jákvæð áhrif nýrra samning við ríkið. (afstaðinna kjarasamninga gagnvart félagsmönnum sem starfa hjá Ríkinu). Niðurstöðurnar verða síðan nýttar í komandi kjarasamningaviðræðum við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg.

 

Niðurstöðu könnunar gagnvart SBU má finna hér

 

Heildarniðurstöður BHM má finna hér von bráðar