Málefni skólabókavarða í brennidepli

Stéttafélag bókasafns- og upplýsingafræðinga hefur að undanförnu lagt áherslu á málefni bókasafna. Stjórn SBU hefur rætt við yfirmenn skólabókavarða í Reykjavík um stöðu þeirra. Þessi hópur hefur orðið fyrir mikilli skerðingu og hefur verðið útsettur fyrir að bæta á sig vinnu án þess að fá laun fyrir.

Með því að fylgjast með atvinnuauglýsingum hefur félagið reynt að beita sér gegn því að ákvæði bókasafnslaga um menntun forstöðumanna almenningsbókasafna séu brotin. Einnig hefur félagið unnið að ímyndarmálum stéttarinnar með það að markmiði að efla ímynd bókasafns-og upplýsingafræðinga, fólks sem hefur getu til að skipuleggja vinnu á bókasafni, skjalastjórnun og aðra upplýsingavinnu.

Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var 1. mars 2013. Skoðuð hafa verið mál skólabókavarða í Reykjavík enda hafa þeir orðið fyrir mikilli skerðingu eftir hrun. Þá hefur félagið fylgst með atvinnuauglýsingum og beitt sér ef talið er að brotin hafi verið ákvæði bókasafnslaga um menntun. Ársskýrslan sem lögð var fram á aðalfundinum.

Á myndinni má sjá Ernu Björg Smáradóttur gjaldkera fara yfir reikninga félagsins.