Kynning á samningnum SBU og SÍS

Ágæta félagsfólk í Fræðagarði, Félagi íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélagi lögfræðinga.
Þann 1. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kynning á samningnum fer fram á eftirtöldum stöðum dagana:
  • Miðvikudaginn 8. júlí kl. 12:00 á Hótel KEA, Akureyri.
  • Fimmtudaginn 9. júlí kl. 9:00 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.
  • Fimmtudaginn 9. júlí Kl. 12:00 á Hótel Selfossi, Betri stofunni.
  • Fimmtudaginn 9. júlí Kl. 15:30 í Park Inn by Radisson (Hafnargata 57), Reykjanesbæ.
  • Föstudaginn 10. júlí kl. 12:00 í Borgartúni 6, 4. Hæð.
Við biðjum félagsmenn okkar um að tilkynna þátttöku fyrir fram, sé þess kostur, svo auðveldara verði að áætla veitingar fyrir fundina.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst föstudaginn 10. Júlí kl. 13:00 og endar 16. júlí kl. 13:00.
Með sumarkveðju.
Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs
Gerður Gestsdóttir, varaformaður Félaga íslenskra félagsvísindamanna
Sigrún Guðnadóttir, formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga
Alda Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga