Um Vísindasjóð SBU

Vísindasjóður er fyrir starfsmenn sveitarfélaga.

Síðan 2011 er notuð sú regla að þeir þurfa ekki að sækja um úthlutun heldur fá úthlutað í hlutfalli við inngreiðslur atvinnurekanda. Hér er um launatengd gjöld að ræða sem atvinnurekandi greiðir ofan á laun, en ríkisstarfsmenn seldu sinn hluta í samningum 2008, sem þá rann inn í launagreiðslur.

Starfsmenn sem njóta greiðslna úr sjóðnum geta lagt fram frumrit reikninga fyrir bókakaupum á fræðasviði sínu, sem og vegna námskeiðsgjalda eða annarra útgjalda til fræðastarfa, til að greiðslan geti verið frádráttarbær frá skatti.

 

Hverjir eiga rétt á úthlutun?

Allir fullgildir félagar, sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn á hverju almanaksári, eiga rétt á styrk. Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir alla félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögum. Framlag vinnuveitanda í vísindasjóð fyrir félagsmenn hjá ríkinu var aflagt í kjarasamningum 2008. 

 

Styrkupphæð og úthlutunarmánuður

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í sjóðinn á tímabilinu 1. nóvember til 31. október hvers árs.  Vinnuveitandi greiðir 1.5% af dagvinnulaunum í vísindasjóð.

Allir fullgildir félagsmenn sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð fá úthlutað og ekki þarf lengur að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðum neðangreindra félaga. Allir félagsmenn, sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð, fá senda tilkynningu í pósti  þegar greiðsla hefur farið fram. Úthlutun fer fram í byrjun desembermánaðar.

 

Skattaleg meðferð greiðslna úr vísindasjóði

Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur.  Ef félagsmenn hafa nótur, sem skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrknum, þá skal skila þeim með skattframtali.  Annars greiðist fullur tekjuskattur af styrknum.  Til að fá upplýsingar um hvaða nótur eru teknar gildar skal félagsmönnum bent á að snúa sér til viðkomandi skattstofu eða leita upplýsinga á vef rikisskattstjóra

Ath. tilkynning vegna kjarasamninga 2008

Í kjarasamningum stéttarfélaga og ríkisins 2008 var framlag vinnuveitanda í vísindasjóð aflagt með þeim hætti að launatafla var hækkuð um 2,0%, vegna breytinga á vísindasjóðsframlagi. Framlag vinnuveitanda í vísindasjóði félagsmanna sem taka laun eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga (áður Launanefndar sveitarfélaga) og Reykjavíkurborg er óbreytt.  Aðild að vísindasjóð fyrir félagsmenn sem starfa á almennum markaði er valkvæð.