Kjarasamningur við SÍS samþykktur

Þann 1. júlí s.l. skrifuðu Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Félag íslenskra félagsvísindamanna og Fræðagarður undir sameiginlegan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Samningurinn var kynntur félagsfólki í SBU dagana 8. til 10. júlí.
Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst 10. júlí kl. 13:00 og stóð til 13:00 fimmtudaginn 16. Júlí.
77 voru á kjörskrá. Samningurinn var samþykktur með 92% greiddra atkvæða.
Sigrún Guðnadóttir, formaður SBU
Slegið í samninga