Fréttamolar frá Stjórn SBU nóv 2015

Hér eru nokkrir fréttamolar frá stjórn SBU til félagsmanna um stöðu kjarasamningaviðræðna við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum málum sem vert er að vekja athygli á.

Kjarasamningar og viðræður

Stjórn SBU hefur átt annasamt ár. Kjarasamningar og kjarabarátta ásamt ýmsum smærri og stærri mis krefjandi verkefnum hafa haldið stjórnarmönnum við efnið. Í kjölfar úrskurðar gerðardóms í sumar eftir árangurslausar viðræður við Ríkið var hafin undirbúningur fyrir næstu samningalotu. Búið er að leggja niður línur um helstu kröfur og tillögur að breytingum til hagsbóta fyrir félagsmenn bæði í samningum við Reykjarvíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga

Helstu tíðindi af samningaviðræður er að viðræður við Borgina standa nú yfir en enn hefur ekki fengist neinn samningafundur við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þjónustuskrifstofa SBU

Eitt af megin hlutverkum SBU er að standa vörð um kjaraleg réttindi félagsmanna og að fræða félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur. Til viðbótar við störf stjórnar rekur SBU sameiginlega þjónustuskrifstofu með fjórum öðrum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna (BHM).

Allir félagsmenn geta haf samabnd við starfsfólk þjónustuskrifstofunar til þess að fá aðstoð, ráðleggingar og fræðslu. Algeng verkefni skrifstofu eru að upplýsa um réttindi eða kjör, aðstoða við að leysa ágreiningsmál til dæmis við túlkun kjarasamninga. Starfsmenn skrifstofu aðstoða við gerð kjarasamninga og þá geta starfsmenn aðstoðað varðandi hönnun ráðningasamninga eða túlkun þeirra.

Mikilvægt er að félagsmenn viti að þeir geta alltaf leitað upplýsinga eða ráðgjafar hjá starfsfólki þjónustuskrifstofunnar sem hefur viðamikla reynslu af öllu sem við kemur hagsmunum félagsmanna.

Hægt er að hringja á þjónustuskrifstofna í síma 595 5165 á skrifstofutíma en hún er er til húsa í Borgartúni 6 á þriðju hæð.  Þá er einnig hægt að senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected]. Frekari upplýsingar um þjónustuskrifstofuna og þjónustþætti er að finna á sbu.is

 

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM.

Félagsmenn eru minntir á að sækja þarf um styrki úr Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði rafrænt í síðasta lagi 9. desember næstkomandi vegna almannaksársins 2015.

Styrkumsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði. Umsóknir og fullnægjandi gögn sem berast í síðasta lagi 9. eru greiddar út 24.-26. dag sama mánaðar.

Umsóknir eru sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM – þar má einnig sjá stöðu umsókna.