SBU semur um kaup og kjör fyrir upplýsingafræðinga og gætir hagsmuna þeirra. Allir þeir sem hafa viðurkennt háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði meðlimir í SBU (sjá nánar hér). SBU býður félögum upp á eftirfarandi:
Aðgangur og réttindi í sjóðum SBU og BHM. Þessir sjóðir veita ýmiskonar styrki, til dæmis vegna ferða- og ráðstefnukostnaðar, til gleraugnakaupa og íþróttaiðkunar, vegna veikinda og læknisrannsókna, fæðingastyrk og fleira. Sjóðirnir eru:
- Vísindasjóður SBU
- Styrktarsjóður BHM
- Sjúkrasjóður BHM
- Starfsmenntunarsjóður BHM – STRIB
- Orlofssjóður BHM
- Starfsþróunarsetur háskólamanna
Sjá nánar um styrki BHM
Aðgangur að orlofssjóði orlofshúsum BHM. Sjóðurinn veitir aðgang að yfir 89 orlofshúsum víða um land, auk íbúða í Danmörku, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Auk þess standa til boða útilegukort, hótelgisting og veiðikort. (Sjá nánar um orlofssjóð BHM)
Önnur margvísleg þjónusta við félagsmenn:
- Upplýsingar varðandi launakjör
- Aðstoð við félagsmenn um gerð og yfirlestur ráðningarsamninga.
- Aðstoð við lausn ágreiningsmála á vinnustað
- Aðstoð við undirbúning launaviðtala (og upplýsingar um markaðslaun).
- Félagið er talsmaður/fulltrúi félagsmanna í einstaklingsmálum, ef óskað er eftir.
- Lögfræðiaðstoð vegna ágreiningsmála við vinnuveitanda. Beiðni um þjónustu þarf að fara í gegnum skrifstofu SBU.
Sjá nánar um þá fjölbreyttu þjónustu sem þjónustuskrifstofan okkar veitir hér eða á stett.is
Frekari upplýsingar:
Sækja þarf um aðild með rafrænni skráningu hér
Lög Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga hér
Kjarasamninga SBU er að finna hér