Félagsaðild

Félagar geta orðið:

  • Allir launþegar sem lokið hafa 180 eininga (ECTS) háskólaprófi, með a.m.k. 120 einingum í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegu prófi.
  • Þeir sem hafa meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði ofan á aðra háskólagráðu.
  • Nemar í bókasafns- og upplýsingafræði, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) í bókasafns- og upplýsingafræðum, geta sótt um nemaaðild. Nemaaðild veitir heimild til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt, en ekki önnur réttindi. Nemar greiða ekki gjöld til félagsins meðan þeir eru í námi nema þeir þiggi laun á tímabilinu. Nemaaðild getur aldrei varað lengur en í samtals fjögur ár.

Rafræn umsókn um aðild

Einnig er hægt að senda umsókn til Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Með umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini. Hægt er að skanna inn umsókn og/eða fylgiskjöl og senda á sbu@sbu.is. Einnig er hægt að faxa umsóknina ásamt prófskírteini í 595 5101.