Áherslubreytingar í þjónustu Orlofssjóðs BHM

Orlofssjóður BHM mun ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin.

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn Orlofssjóðsins ákveðið að á árinu 2021 verði engar eignir teknar á leigu erlendis og þá verða aðeins leigðar fimm eignir innanlands. Auknu fé verður ráðstafað í niðurgreiðslur handa sjóðfélögum á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum.

Þetta verður nánar útfært á nýju ári.

Sjá nánar á vef BHM