Aðalfundur 2021

Aðalfundur Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) árið 2021 verður haldinn rafrænt á Zoom þann 16. apríl frá kl. 12:00 á hádegi til 13:00. Félagsfólki er bent á að jafnaði gefst kostur á að sækja fund sem þennan í vinnutímanum að höfðu samráði við næsta yfirmann.

 

Skráning

Þátttaka á fundinum er bundin við skráningu og er félagsfólk beðið um að skrá sig fyrir lok dags þann 15. apríl.

Hægt er að skrá sig með því að smella HÉR.

 

Dagskrá fundarins

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins [ársreikningur, kjaradeilusjóður, vísindasjóður]

3. Lagabreytingar  [sjá hér fyrir neðan]

4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, ákvörðun um félagsgjöld og önnur gjöld.

5. Kosning stjórnarmanna sbr. 5.gr.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

7. Kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins.

8. Önnur mál.

 

Kosningar

Á fundinum verður kosið um tvö sæti stjórnarmanna, eitt sæti formanns og eitt sæti varamanns. Hægt er að bjóða sig fram undir dagskrárlið um kosningar.

 

Lagabreytingar

Stjórn félagsins leggur til eftirfarandi breytingu á 4. gr. laga félagsins (breytingar eru skáletraðar).

4. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins. Hann skal halda í mars eða apríl ár hvert. Aðalfund skal boða öllum félagsmönnum með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Stjórn getur ákveðið að aðalfundur fari fram rafrænt í fjarfundi eða sem bæði stað- og fjarfundur og skal þess þá getið í fundarboði. Ef aðalfundur er haldinn að einhverju leyti sem fjarfundur, fara atkvæðagreiðslur og samþykktir á þeim fundi fram rafrænt.

Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:

  1. skýrsla stjórnar
  2. reikningar félagsins
  3. lagabreytingar
  4. fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og ákvörðun um félagsgjöld og önnur gjöld
  5. kosning stjórnar sbr. 5.gr.
  6. kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  7. kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins

 

Núgilandi lög félagsins má sjá HÉR.