Aðalfundur afstaðinn

Aðalfundur SBU var haldinn 8. apríl síðastliðinn, fundurinn var bæði stað- og fjarfundur.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt,  kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.

Á fundinum þá fór kjör í stjórn félagsins fram en Óskar Þór Þráinsson endurnýjaði umboð sitt til tveggja ára sem aðalmaður í stjórn. Þá var Þóra Jónsdóttir einnig kosin sem aðalmaður í stjórn til tveggja ára. Anna Sjöfn Skagfjörð var kosin sem varamaður stjórnar til tveggja ára.

Ívar Ólafsson lét af stjórnarstörfum og þakkar stjórn félagsins Ívari fyrir vel unnin störf.

  • Fundargögn sem lágu fyrir á fundinum má finna HÉR.
  • Fundargerð aðalfundar má finna HÉR.

Stjórn SBU þakkar félagsmönnum fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið.

Stjórn 2021-2022
Stjórn SBU 2021-2022
Stjórn 2022-2023
Stjórn 2022-2023
Jana þakkar Ívari fyrir hans störf
Jana þakkar Ívari fyrir hans störf

 

Stjórn 2022-2023