Á málþingi um stöðu stéttarinnar sem verður haldið í Öskju föstudaginn 22. nóvember mun Sveinn Ólafsson meðal annars kynna nýjar tölur um launamun kynjanna innan SBU, sem Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir hefur unnið fyrir félagið.

Einnig verður farið yfir nokkur atriði úr kjarakönnun BHM.

Við hvetjum alla félaga okkar til að kynna sér dagskrá málþingsins, sem er á öðrum stað á þessum vef.

Sækja má um styrk til Starfsmenntasjóðs BHM fyrir þátttökugjaldi og því ætti enginn að láta sig vanta. Sjá nánar um umsóknir í sjóði BHM.

Myndin er frá heimsókn nemenda í bókasafns- og upplýsingafræðum til SBU í vor, og sjást ekki allir, því þröngt máttu sáttir sitja. Nemendur fengu það bætt upp með ríflegum veitingum og við vonum að þau hafi gengið sátt frá fundi. Nú fer fækkandi í þeim hópi, því að engir nýir nemendur voru teknir inn í B.A.-nám í haust.