Kæru félagsmenn SBU hjá Reykjavíkurborg

Skrifað var undir kjarasamning við Reykjavíkurborg á dögunum. Opnað hefur verið fyrir rafræna kosningu og hefur hlekkur verið sendur á þá félagsmenn sem hann á við.

Á mánudaginn kemur þann 14. desember, kl. 12.30 mun félagið kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum sem eiga samning við Reykjavíkurborg.

Kynningin fer fram á Reykjavíkurtorgi á 1. hæð Borgarbókasafns, Grófinni (Tryggvagötu 15).

Bestu kveðjur,

Stjórn SBU