Kæru félagsmenn SBU hjá ríkinu. Nú hafa verið haldnir fundir um allt land til að kynna nýgerðan kjarasamning við ríkið.  Hér eru helstu upplýsingar sem fram komu á fundunum: Félagið var í samvinnu með 11 öðrum félöguminnan BHM í samningaviðræðum við ríkið frá  apríl lokum til 8. október sl.. Þá höfðu verið haldnir 22 samningafundir og á margan hátt var samningafólk aftur komið á byrjunarreit. Vegna þessaafréðu 5 félög að segja sig úr samstarfinu og leita samninga, sem lauk með undirskrift nýs kjarasamnings 10 dögum síðar. Samningurinn byggir á tilboði ríkisins um samskonar samning og lífskjarasamningarnir voru, en með nokkrum breytingum. Við náðum að fá samanlagðar launahækkanir, þannig að allir fái meira en 3% hækkun á ári á samningstímanum. Fólk getur slegið inn launaflokk og þrep í reiknivél sem hefur verið kynnt í fyrri pósti, og séð hver launarþróun þess verður. Ofan á það kemur launaþróunartrygging, sem ætlað er að opinberir starfsmenn haldi í við þá þróun launa sem verður á almennum markaði. Þetta er gert í trausti þess að landið fari að rísa á næsta ári og haldi því áfram út samningstímabilið. Vinnutími verður styttur um 13 mínútur á dag, sem hljómar ekki mikið. Þetta samsvarar þó 7 vinnudögum á ári. Stofnun skal gera samkomulag við starfsfólk fyrir 1. janúar 2021 sem miði að 36 tíma vinnuviku, kjósi starfsmenn svo. Þeir þurfa þá að gefa eftir skráða kaffitíma eða eitthvað annað, því að 13 mínútur á dag samsvara aðeins 65 mínútum á viku. Stofnunin þarf að semja um hvernig styttingin er tekin út, í heilum dögum eða styttri bútum. Það er engin kvöð að gefa eftir skráða kaffitíma, en ef fólk kýs að gera svo til að stytta vinnuviku, á það enn rétt á að standa upp og fá sér kaffi, bara ekki á neinum ákveðnum tíma. Orlof verður 30 dagar fyrir alla ríkisstarfsmenn félaganna, burtséð frá aldri. Á móti verður tekin af sjálfkrafa 25% lenging á orlof tekið að vetri, það er aðeins inni ef yfirmaður hefur farið fram á að það sé tekið að vetri, eða að launþegi hefur ekki getað tekið út orlof á tilsettum tíma vegna fyrirmæla á vinnustað. Styrktarsjóður BHM, sem er fyrir starfsmenn á opinberum vinnumarkaði, hefur staðið höllum fæti vegna ásóknar í sjúkradagpeninga og fær nú aukið framlag, úr 0,55% í 0,75%, eða rúmlega þriðjungs aukningu. Samningurinn er bundinn því að framfylgt verði tillögum um breytingar á endurgreiðslum lána frá LÍN, sem þýðir að ábyrgðarmannakerfið verði lagt af og greiðslur verði gerðar léttbærari. Félagið gerir þessa samninga við þær aðstæður að ríkið hefur aðeins boðið samsvarandi samninga og lífskjarasamningana, að fólk er ófúst til verkfallsaðgerða, að opinberir starfsmenn eru ekki taldir eiga að fá neitt fram yfir það sem gerist á...