Námskeið á vegum BHM á Ísafirði – vorönn 2018

Posted_on mar 26, 2018 | 0 comments

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga vestan heiða upp á námskeið í samstarfi við Ísafjörð. Opnað verður fyrir skráningar kl. 12:00 miðvikudaginn 28. mars nk. Eftirtalin námskeið verða í boði á Ísafirði nú í  vor. Sem fyrr þarf að skrá þátttöku fyrirfram á vef BHM. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrst koma, fyrst fá. Fundarsköp og fundarstjórnun Tími: Þriðjudaginn 24. apríl kl. 13:00‒16:00  Umsjón/leiðbeinandi: Viktor Ómarsson, JCI á Íslandi  Lýsing: Þetta er tilvalið námskeið fyrir alla þá sem sitja fundi og eru þreyttir á hversu miklum tíma er sóað. Farið er yfir öll grundvallaratriði fundarskapa og þátttakendur fá tækifæri til að framfylgja réttum fundarsköpum og stjórna fundum samkvæmt þeim. Farið er í meðhöndlun breytingartillagna hverskonar, úrskurði deilumála o.fl. Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan...

Read More

Aðalfundur BHM 2018

Posted_on mar 20, 2018 | 0 comments

Heil og sæl kæru félagsmenn. Senn líður að aðalfundi BHM sem haldinn verður þann 8. maí nk. Meðfylgjandi er auglýsing þar sem óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í að byggja BHM upp til framtíðar. Í auglýsingunni kemur jafnframt fram hvaða embætti eru laus. Hafir þú áhuga er þér bent á að hafa samband við aðildarfélag þitt fyrir 4. apríl...

Read More