Nauðsynlegt að breyta LSR-frumvarpi til að tryggja réttindi allra núverandi sjóðfélaga

Posted_on okt 5, 2016 | 0 comments

Fréttatilkynning Október 2016 Nauðsynlegt að breyta LSR-frumvarpi til að tryggja réttindi allra núverandi sjóðfélaga Bandalag háskólamanna (BHM) telur að lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR), sem nú er til meðferðar á Alþingi, sé ekki í fullu samræmi við nýlegt samkomulag bandalaga opinberra starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga. Nauðsynlegt sé að breyta frumvarpinu í nokkrum tilgreindum atriðum til að tryggja réttindi allra núverandi sjóðfélaga í A-deild sjóðsins. BHM hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) þar sem gerðar eru athugasemdir við frumvarpið og lagðar fram tillögur um breytingar á því. Frumvarpið byggir á nýlegu samkomulagi milli annars vegar bandalaga opinberra starfsmanna og hins vegar ríkis og sveitarfélaga um framtíðarskipan lífeyrismála á opinberum vinnumarkaði. Athugasemdir BHM eru í þremur liðum og lúta í meginatriðum að því að frumvarpið sé ekki fyllilega í samræmi við fyrrnefnt samkomulag. Nánar tiltekið telur BHM að frumvarpið tryggi ekki réttindi allra núverandi sjóðfélaga í A-deild sjóðsins, eins og samkomulagið kveður á um. Í samkomulaginu felst að lífeyrisréttindi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins verði samræmd og jöfnuð. Tekin verður upp svokölluð aldurstengd réttindaávinnsla í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna í stað jafnrar ávinnslu, eins og verið hefur. Aldurstengd réttindaávinnsla þýðir að sjóðfélagi ávinnur sér mismunandi réttindi eftir aldri. Þannig eru réttindi sem hann ávinnur sér framan af starfsævinni verðmætari en þau sem hann ávinnur sér síðar. Jöfn réttindaávinnsla þýðir aftur á móti að sjóðfélagi ávinnur sér jafnverðmæt réttindi alla starfsævina. Samkomulagið kveður á um að sjóðfélagar eigi að geta flutt sig milli vinnumarkaða og lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á réttindaávinnslu. Einnig að verðmæti réttinda núverandi sjóðfélaga skuli tryggð með sérstökum framlögum ríkisins til A-deildar. Þessi framlög eiga að standa straum af svokölluðum lífeyrisauka en honum er ætlað að bæta sjóðfélögum upp þann mismun sem er annars vegar á réttindum þeirra samkvæmt jafnri réttindaávinnslu og hins vegar aldurstengdri.  Í fyrsta lagi telur BHM mikilvægt að mælt sé fyrir um það í frumvarpinu að samþykktir LSR skuli kveða á um sömu og jafngóð réttindi sjóðfélaga og gert er í núgildandi lögum um sjóðinn. Í umsögn bandalagsins er lögð fram breytingartillaga við frumvarpið sem miðar að þessu. Í öðru lagi telur BHM að frumvarpið tryggi ekki öllum núverandi sjóðfélögum rétt til lífeyrisauka óháð launagreiðanda, eins og samkomulagið gerir ráð fyrir. Í umsögninni er lögð fram breytingartillaga við frumvarpið til að tryggja þennan rétt. Í þriðja lagi bendir BHM á að frumvarpið tryggi ekki að núverandi sjóðfélagar geti fært sig milli vinnumarkaða án þess að það hafi áhrif á rétt þeirra til lífeyrisauka. Bandalagið leggur til breytingu á frumvarpinu til að tryggja þennan sveigjanleika. _____ Nánari upplýsingar veitir: Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM [email protected] Sími:...

Read More

Jafnréttismál á Krossgötum – þrjár greinar

Posted_on okt 3, 2016 | 0 comments

Persónur á mynd. Frá vinstri: Sigrún Guðnadóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Bragi Skúlason og Alda Hrönn Jóhannsdóttir Jafnréttismál á krossgötum Er launamunur kynjanna náttúrulögmál? Grein 1 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs Hugrún R. Hjaltadóttir, formaður Félags íslenskra félagsvísindamanna Ragnheiður Bóasdóttir, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Sigrún Guðnadóttir, formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga Fjörutíu ár eru síðan lög um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 voru samþykkt frá Alþingi. Þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla”. Þessi texti er í samræmi við 65 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, þar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Því er spurt hvað er jafnrétti kynja? Getum við 40 árum síðar sagt að konur og karlar á Íslandi hafi jafna stöðu í samfélaginu? Merkti jöfn staða eða jafnrétti eitthvað annað fyrir 40 árum en núna? Frá því umrædd lög voru sett fram hafa komið aðrir lagatextar um sama efni og nú gilda lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Þar segir „Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni“. Í 18. gr. laganna segir: „Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum“. Við sem skrifum þessa grein komum úr jarðvegi stéttarfélaga og okkur þykir við hæfi að fjalla um þau mál er varða jafna stöðu kvenna og karla í samfélagi okkar á þessum tímamótum. Er það þannig í raun að konum og körlum bjóðist jöfn tækifæri í samfélagi okkar? Eru sambærileg laun fyrir sömu vinnu? Eru ævitekjur sambærilegar? Einhverjir vilja svara því til að kynin séu ólík og vart raunhæft að ná fram neinum samanburði að viti. Er það virkilega svo? Hvað var átt við þegar stjórnarskráin var skrifuð og jafn réttur kynjanna samþykktur? Þegar jafnréttismál ber á góma er oft stutt í umræðu um barnauppeldi og samvistir við þau. Við viljum gjarnan að foreldrar taki jafna ábyrgð á uppeldi barna og heimilisstörfum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var meðalfjöldi unninna klukkustunda í maí 2016 44,4 hjá körlum en 37,3 hjá konum. Þessar tölur endurspegla annan...

Read More