Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur, viðræður við sveitarfélögin hafnar

Posted_on des 16, 2015 | 0 comments

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning SBU við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 10. desember 2015 er lokið. Atkvæði greiddu 30 félagar (81,1%). Já sögðu 24 (80%). Nei sögðu 5 (16,7%) 1 skilaði auðu. Samningurinn skoðast því samþykktur. Samningaviðræður við sveitarfélögin eru nú farnar af stað og mun stjórn SBU leyfa félagsmönnum að fylgjast með eftir því sem þeim vindur fram.

Read More

Samningur við Reykjavíkurborg – kynning

Posted_on des 12, 2015 | 0 comments

Kæru félagsmenn SBU hjá Reykjavíkurborg Skrifað var undir kjarasamning við Reykjavíkurborg á dögunum. Opnað hefur verið fyrir rafræna kosningu og hefur hlekkur verið sendur á þá félagsmenn sem hann á við. Á mánudaginn kemur þann 14. desember, kl. 12.30 mun félagið kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum sem eiga samning við Reykjavíkurborg. Kynningin fer fram á Reykjavíkurtorgi á 1. hæð Borgarbókasafns, Grófinni (Tryggvagötu 15). Bestu kveðjur, Stjórn SBU...

Read More