Samningaviðræður BHM og ríkisins og niðurstaða gerðardóms

Posted_on sep 10, 2015 | 0 comments

Samantekt á samningaviðræðum við Ríkið. Það fór ekki framhjá neinum að samningaviðræður um kjarasamning milli aðildafélaga BHM og ríkisins tóku langan tíma. Þær hófust í febrúar 2015 og lauk með úrskurði gerðardóms í ágúst síðastliðnum. Fulltrúar BHM lögðu í mikinn undirbúning áður en samningaviðræður hófust við ríkið til þess að öll gögn, kröfugerðir og umræðupuktar gætu leitt til farsælla samningaviðræðna. Fljótlega varð viðræðunefndum ljóst að ekki yrði auðvelt að ná samningum á meðal aðrir aðilar á vinnumarkaðnum væru í hliðstæðum samningaviðræðum og kom sáttasemjari að málinu í apríl.  Ákveðið var að fara í verkfallsaðgerðir í mars til þess að knýja á úrlausn samningaviðræðna. Sett voru lög á verkfallsaðgerðir BHM og Félag íslenskra hjúkrunfarfræðinga um miðjan júlí og gerðardómi falið að kveða á um kjör félagsmanna. BHM kærði lagasetninguna en kröfum BHM var hafnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti í framhaldi. Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og félags íslenskra hjúkrunnarfræðinga föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Óhemju vinna liggur á bak við samningaferlið. Starfsmenn þjónustuskrifstofu og stjórnarmenn SBU hafa þurft að sitja undirbúnings-, samninga-, stjórna- og upplýsingafundi svo tugum skiptir og þurft að leggja ómælda vinnu í ýmsa þætti þessa langa ferlis. Niðurstaðan er nýr úrskurður sem er að mörgu leiti góður fyrir félagsmenn SBU.   Niðurstaða gerðardóms: Gildistími úrskurðarins fyrir BHM-félögin er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. Launatafla BHM er leiðrétt þannig að bil á milli launaflokka eru nú 5% hlaðsett (í stað 4,8%) og 2,5% hliðsett (í stað 2,4%). Þessi leiðrétting er afturvirk frá 1. mars síðastliðnum. Þann 1. júní 2017, fá félagsmenn sem voru í starfi í apríl og maí sama ár, eingreiðslu að upphæð kr. 63.000, (miðað við fullt starf) hlutfallslega út frá starfshlutfalli. Hækkanir skv. úrskurði eru eftirfarandi: Hækkun launatöflu, bókun VII                      2,10%* Hækkun launatöflu, 01.03.15                        7,20% Hækkun launatöflu, 01.06.16                        5,50% Til útfærslu menntunarákvæðis 01.06.16     1,65%** Samtals hækkun     16,45%  – uppsafnað 17,4% Persónuuppbætur og eingreiðsla: Persónuuppbætur (orlofs- og desember): 0,21%*** Eingreiðsla 0,42%**** Samtals hækkun með uppb.  17,98% *Skv. síðustu útreikningum þarf að endurskoða m.t.t. allra félaganna ** Óljóst með útfærslu *** Hækkanir til framtíðar **** Leiðir eingöngu til hækunar á samningstíma nýs kjarasmnings Sjá nýjar launatöflur hér Engar bókanir eru í úrskurðinum hvorki almennar né varðandi sérkröfur einstakra aðildarfélaga BHM. Það var túlkun gerðardóms að þær lægju utan verksviðs hans. BHM hafnaði ítrekað þeirri túlkun enda ljóst að bókanir eru og hafa verið hluti kjarasamninga. Úrskurð gerðardóms í heild sinni má finna hér Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér úrskurð gerðardóms og breytingar á kjörum sínum samkvæmt úrskurði...

Read More

Niðurstöður kjarakönnunar BHM og SBU

Posted_on sep 7, 2015 | 0 comments

Í síðustu viku voru kynntar niðurstöður kjarakönnunar BHM, sem gerð var í vor. Könnunin náði til félagsmanna í öllum 28 aðildarfélögum BHM. Í henni voru 25 spurningar sem snúa að launum og kjörum félagsmanna með hliðsjón af fjölmörgum atriðum. Svarhlutfall var um um 50% en SBU var þriðja árið í röð með hæsta svarhlutfall eða 68,9% og viljum við þakka félagsmönnum fyrir góða þátttöku í kjarakönnuninni.   Niðurstöðurnar (könnunar) sýna að félagar í SBU eru ánægðir í starfi (81%) sem er fjórða hæsta hlutfall meðal aðildarfélaganna. Hins vegar eru aðeins um 15% ánægðir með laun sín en 59% eru óánægðir. Þessi tala kemur ef til vill ekki á óvart þegar skoðuð eru meðal heildarlaun. Niðurstaðan (könnunarinnar) sýnir að meðal heildarlaun á mánuði allra BHM félaga voru 581þ. Meðal heildarlaun SBU voru hinsvegar þau lægstu meðal aðildarfélaga eða 469þ.   Stjórn SBU mun á næstu vikum rýna í þessar niðurstöður og kanna möguleg jákvæð áhrif nýrra samning við ríkið. (afstaðinna kjarasamninga gagnvart félagsmönnum sem starfa hjá Ríkinu). Niðurstöðurnar verða síðan nýttar í komandi kjarasamningaviðræðum við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg.   Niðurstöðu könnunar gagnvart SBU má finna hér   Heildarniðurstöður BHM má finna hér von bráðar...

Read More