Ný stjórn SBU kosin á aðalfundi 10.apríl

Posted_on apr 22, 2015 | 0 comments

Á aðalfundi SBU sem haldinn var 10. apríl 2015 urðu eftirfarandi breytingar á stjórn félagsins. Sveinn Ólafsson, Sigríður Bjarnadóttir og Erna Björg Smáradóttir gengu úr stjórninni og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu félagsins. Sigrún Guðnadóttir var endurkjörin sem formaður, Óskar Þór Þráinsson heldur áfram í stjórn og nýir í stjórn eru Óskar Guðjónsson, Dagný Jónsdóttir og Hallfríður Kristjánsdóttir og bjóðum við þau velkomin til...

Read More

Félagsdómur hafnaði kröfu ríkisins

Posted_on apr 6, 2015 | 0 comments

Félagsdómur hafnaði kröfu ríkisins um að dæma verkfallsboðun félaga hjá FHSS, FÍN, LÍ, SHMN og SL ólögmæta, en aðeins þeir félagar sem taka eiga þátt í verkfalli á nokkrum vinnustöðum, höfðu greitt atkvæði um verkfallsboðunina. Allir félagar í þessum félögum, sem og öðrum félögum BHM og þar með töldu SBU greiddu atkvæði um verkfallsboðun 9. apríl kl. 12-16. Þetta þýðir að verkföll hefjast þriðjudag 7. apríl hjá félagsmönnum Stéttarfélags lögfræðinga sem vinna hjá sýslumönnum og leggjast þá meðal annars af allar nýjar þinglýsingar; félagsmenn Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins hjá Fjársýslunni sem hefur áhrif á greiðslu reikninga til verktaka og birgja, en ekki fastar launagreiðslur (hefur áhrif á allar aðrar launagreiðslur); félagsmenn Ljósmæðrafélags Íslands tvo morgna í viku, félagsmenn Félags geislafræðinga og Félags lífeindafræðinga á Landspítala og SHA (ótímabundið) sem hefur áhrif á margháttaða starfsemi á þessum sjúkrahúsum. Félagsmenn Félags ísl. náttúrufræðinga hjá Landspítalanum og SHA fara í verkfall, sem fyrst og fremst raskar starfsemi Blóðbankans og öllum blóðgjöfum á þessum sjúkrahúsum. Þann 20. apríl, ef ekki hefur enn samist í kjaradeilu, fara félagsmenn Dýralæknafélags Íslands hjá ríkinu í verkfall, sem og félagsmenn FÍN og Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði hjá Matvælastofnun. Þetta hefur áhrif á alla slátrun í landinu, inn- og útflutning plantna, dýra, fóðurs, áburðar, fisks og annarra unninna matvæla út fyrir EES-svæðið, svo nokkuð sé nefnt. Félagar SBU hjá ríkinu eru í verkfalli fimmtudag 9. apríl...

Read More