Verkfall allra félagsmanna í SBU hjá ríkinu fimmtudag 9. apríl 12-16

Posted_on mar 31, 2015 | 0 comments

Boðað hefur verið til verkfalls allra félagsmanna SBU sem vinna hjá ríkinu, fimmtudag 9. april kl. 12-16. Félagsmenn fá engar kaupgreiðslur eða greiðslur úr verkfallssjóðum fyrir þetta verkfall, sem er hugsað sem funda- og aðgerðadagur. Aðgerðir BHM þennan dag verða betur kynntar á bhm.is og hér þegar nær dregur. Þær kærur til Félagsdóms, sem samninganefnd ríkisins (SNR) hefur lagt inn undanfarna viku, snerta ekki SBU og breyta ekki aðgerðum þennan dag. SBU tekur einnig þátt í greiðslum vegna aðgerða annarra félaga innan BHM sem verða í lengri verkföllum. Þau framlög eru tekin úr Kjaradeilusjóði SBU, sem hefur staðið óhreyfður um árabil. Tvö félög, Dýralæknafélag Íslands og Félag geislafræðinga, fara í ótímabundin verkföll, FG frá 7. apríl og DÍ frá 20. apríl. Þær aðgerðir hafa ekki verið kærðar og gert er ráð fyrir þeim að óbreyttu. Fimm önnur félög hyggjast fara í tímabundin eða staðbundin verkföll, og eru þær aðgerðir til umfjöllunar hjá Félagsdómi þegar þetta er skrifað. Niðurstöðu er að vænta í málunum fyrir páska, að minnsta kosti þeim sem eiga að byrja 7....

Read More

Umfjöllun á visir.is um dóm vegna starfsréttinda

Posted_on mar 27, 2015 | 0 comments

Á visir.is er í dag fjallað um nýfallin dóm vegna starfsréttinda, þar sem gengið var fram hjá ákvæðum laga um almenningsbókasöfn, nú bókasafnalaga, um að ráða skuli forstöðumenn bókasafna sem hafi lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði, sé þess kostur. http://www.visir.is/ologlega-stadid-ad-radningu-menningarfulltrua/article/2015150329122

Read More

Dómur í máli bókasafns- og upplýsingafræðings

Posted_on mar 26, 2015 | 0 comments

Hlutverk bókasafna hefur verið að breytast mikið síðustu ár. Almenningsbókasöfn hafa tekið að sér æ stærri menningarhlutverk. Eitt slíkt er Bókasafn Seltjarnarness, þar sem forstöðumaður sá um allt menningarsvið bæjarins frá árinu 2008. Þegar hún hvarf til starfa sem borgarbókavörður, var starfið auglýst laust. Þá brá svo við, að auglýst var eftir  menningarfulltrúa. Þeir sem til þekktu, sáu að hér var í raun um stöðu forstöðumanns bókasafns að ræða og kom Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga með athugasemd við þá auglýsingu, þar sem samkvæmt lögum skal forstöðumaður bókasafns hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræðum, sé þess kostur. Tryggja skal eftir föngum að bókasöfn hafi á að skipa starfsfólki með sérmenntun sem hæfir verksviði safnanna, sjá núna 11. gr. laga nr. 150/2012. Ráðinn var menningarfulltrúi, sem síðar var nefndur yfirmaður menningarsviðs í starfið, sem hafði aðra menntun. Bókasafns- og upplýsingafræðingur með menntun í menningarmiðlun, stjórnsýslu og þjóðfræði höfðaði mál á hendur bænum vegna ráðningarinnar. 26. mars voru honum dæmdar miskabætur fyrir að gengið hefði verið framhjá menntun hans með ráðningunni. Í dómnum kemur fram að bærinn hafi verið búinn að brjóta reglur með því að ráða ekki fólk með þessa menntun, þegar þess var kostur. Maðurinn fékk miskabætur að upphæð 500.000 krónur, og þarf bærinn að greiða málskostnað upp á 1.000.000 krónur, sem telst há upphæð í þessu samhengi. Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus um réttindi þeirra sem hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði til starfa forstöðumanna bókasafna. Ætlun löggjafans í þessu máli er augljós, að misviturt fólk hafi ekki sjálfdæmi um að meta menntun á háskólastigi, heldur skuli ráða fólk sem hefur menntun einmitt í þessu fagi til að stjórna bókasöfnunum. Þó að hlutverk bókasafnanna hafi breyst, hefur þetta ekki breyst í lögum, og hefur nú verið staðfest með...

Read More

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ríkisstarfsmönnum

Posted_on mar 20, 2015 | 0 comments

Dagana 16.-19. mars var haldin atkvæðagreiðsla um þátttöku í verkfalli 17 BHM-félaga hjá ríkinu. SBU-félagar hjá ríkinu voru spurð að því hvort þau væru samþykk verkfalli fimmtudaginn 9. apríl frá 12-16. Atkvæði greiddu 82,5% SBU-félaga hjá ríkinu og sögðu 82,4% þeirra já, 10,6% þeirra nei, og 7,1% skiluðu auðu. Í kjölfarið verða verkföll nokkurra hópa innan BHM sem hafa mikil áhrif út í samfélagið, fyrst og fremst hjá framleiðslufyrirtækjum en einnig í heilbrigðisgeira og hjá sýslumönnum. Verkfall Dýralæknafélags Íslands hefst 20. apríl, hafi ekki verið samið fyrir þann tíma, og veldur því að slátrun í landinu leggst af, sem og fiskútflutningur utan EES-svæðisins, auk fleiri áhrifa. Verkfall Stéttarfélags lögfræðinga veldur því að þinglýsingar leggjast af og fleiri raskanir verða. SBU er eitt þeirra 17 félaga innan BHM sem eiga lausa samninga hjá ríkinu og tekur þátt í þessum aðgerðum, með því að greiða laun þeirra sem verða í verkfalli. Það gera félögin öll, einnig þau sem eru í verkfalli, þannig að þetta er sameiginlegt átak þeirra til að freista þess að ná meiri kjarabótum en þeirri allt að 3,5% hækkun sem í boði...

Read More

Verkfallsaðgerðir hjá starfsmönnum ríkis

Posted_on mar 19, 2015 | 0 comments

17 félög BHM, þar á meðal SBU, fara í verkfall 9. apríl milli 12 og 16. Þetta er dagur til funda og samheldni, því í kjölfarið fara dýralæknar og geislafræðingar í ótímabundið verkfall, og lögfræðingar, lífeindafræðingar og ljósmæður í staðbundin og tímabundin verkföll, með tilstyrk allra félaganna. Sjá nánar http://www.ruv.is/frett/bhm-samthykkir-verkfallsbodun Myndin að ofan er niðurstöður könnunar sem gerð var 2014....

Read More