Hver króna sett í bókasöfn skilar sér fjórfalt til baka

Posted_on nóv 8, 2014 | 0 comments

Eins og margir SBU-félagar hafa séð, kynnti Ágúst Einarsson, hagfræðiprófessor, niðurstöður sínar um hagkvæmni ritlistar um helgina en hann gefur nú út bók um áhrif ritlistar á þjóðarhag. Þar kemur meðal annars fram að hver króna sem lögð er í rekstur bókasafna skili sér fjórfalt til baka. Sjá http://www.frettatiminn.is/frettir/hver_krona_til_bokasafna_skilar_ser_fjorfalt_til_baka/ Það er eins með rannsókn Ágústs og aðrar rannsóknir, að ef hún stæði ein væri hún aðeins vísbending um það sem raunverulega er til staðar. Hins vegar stendur hún alls ekki ein, heldur er ágætur samhljómur með henni og mörgum erlendum rannsóknum á þessu sviði. Bókasöfn eru vitaskuld ólík og ágóði samfélagsins af rekstri þeirra kemur fram á misjafnan hátt. Almenningsbókasöfn efla læsi almennt og bjóða um leið upp á afþreyingu fyrir íbúa, um leið og þau eru þekkingarveitur. Háskólabókasöfn og sérfræðibókasöfn hafa afmarkaðri skírsk0tun, en virðisauki af rekstri þeirra er engu síðri. Til dæmis má sjá rannsókn í Illinois frá 2008, sem sýnir ávinning fyrir háskólann upp á fjóra dollara og 38 sent fyrir hvern dollara sem lagður er í bókasafnið. Sjá http://libraryconnect.elsevier.com/sites/default/files/lcwp0101.pdf Samantekið er hægt að finna sambærilegar tölur milli 2,38 og 8,32 fyrir bókasöfn í Bandaríkjunum, sjá http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0740818813000029 Í Kóreu verður talan 3,66, sjá http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0740818812000060 Þau sem vilja lesa sér nánar um þetta, geta leitað eftir Return on Investment (ROI) values, eða Economic valuation, eða bara Measuring the value of libraries. Allar þessar rannsóknir renna stoðum undir það sem Dr. Ágúst segir hér, að hver króna, evra, dollar eða jen sem sett er í bókasafnið skilar sér margfalt til baka í beinhörðum...

Read More

Stofnanasamningur við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Posted_on nóv 4, 2014 | 0 comments

Þann 6. október sl. var stofnanasamningur við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn undirritaður. Markmið samningsins eru eftirfarandi: Að launakerfið sé gagnsætt og ákvarðanir um launaröðun séu teknar með málefnalegum hætti Að LBS skapi hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til starfsþróunar og fái þannig framgang í launum Að launaákvarðanir séu teknar með jafnréttisáætlun Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns að leiðarljósi Stofnanasamningur Landbókasafn –...

Read More