BHM lét Maskínu framkvæma kjarakönnun í annað skipti 2014. Bætt var við spurningum um afstöðu fólks til inngöngu í ESB og greiðslubyrði námslána. Hér fylgir SBU-hluti. Búið er að taka burt textasvör þátttakenda (eigindlegan hluta könnunar) og aðeins tölulegar upplýsingar (hópupplýsingar) birtar, og er nóg lesefni, yfir 100 síður. Eins og árið 2013 stóðu félagsmenn SBU sig glæsilega með mesta þátttöku innan BHM, og hlaut félagið kjarabikar BHM fyrir vikið. Það sem er mikilvægara er að þessi þátttaka skilar áreiðanlegri niðurstöðum heldur en hjá öðrum félögum, með yfir 70% svörun bæði árin. Við vonum að félagar bregðist jafn vel við í næstu könnunum, þar sem þessar upplýsingar gefa félaginu dýrmætt fóður í kjarabaráttu....