Samningur milli SBU og Samninganefndar sveitarfélaga samþykktur

Posted_on apr 11, 2014 | 0 comments

Samningur SBU við Samninganefnd sveitarfélaga (SNS, öll sveitarfélög utan Reykjavíkur) hefur verið samþykktur með 87,3% greiddra atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 70,5%. Nokkur uppstokkun er á launaflokkum í nýjum samningi og ekki er hægt að ræða um fasta prósentuhækkun, heldur verða félagar að fletta upp stöðu sinni í nýrri launatöflu og finna sína eigin hækkun. Félagar innan SBU hafa flestir færst upp um flokka. Inni í samningnum er að auki 2,8% hækkun grunnlauna, auk breytinga á launahækkun vegna starfsaldurs, og breytinga á orlofs- og desemberuppbót. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 og til 31. ágúst...

Read More

Stofnanasamningar Embættis landlæknis og Tækniskólans

Posted_on apr 8, 2014 | 0 comments

Þann 27. mars sl. undirritaði Katrín Baldursdóttir, verkefnastjóri þjónustuskrifstofu stofnanasamning við embætti Landlæknis fyrir hönd SBU. Markmið samningsins eru: Að launakerfið sé sveigjanlegt og ákvarðanir um launaröðun séu teknar málefnalega. Að laun og starfskjör tryggi að embætti hafi gott og hæft starfsfólk í hvetjandi og framsæknu starfsumhverfi Að komið verði í veg fyrir úótskýrðan launamun og launamun sem rekja má til kynferðis eða annars misréttis Að launakerfið sé starfsmönnum hvatning í starfi og feli í sér möguleika til framangs í starfi og launum Að launakerfið nýtist sem stjórntæki til að ná fram sameiginlegum markmiðum starfsmanna og embættisins Að hæfni starfsfólk verði aukin með markvissri endurmenntun í samræmi við mannauðsstefnu embættisins Að starfsmannasamtöl fari fram árlega í samræmi við mannauðsstefnu Embættis landlæknis þar sem farið er yfir starf og starfssvið viðkomandi starfsmanns Að starfsfólk geti óskað eftir launaviðtali við sinn yfirmann a.m.k. einu sinni á ári. Stofnanasamningur við Embætti landlæknis, viðauki við stofnanasamning og reglur um símenntun Þann 24. mars sl. undirritaði Sigrún Guðnadóttir, formaður SBU, stofnanasamning við Tækniskólann f.h. félagsins. Samningnum er ætlað að bæta nýtingu rekstrarfjármagns skólans, skapa grundvöll fyrir skilvirkara launakerfi og þannig gefa starfsmönnum tækifæri til að þróast og bæta sig í starfi og þar með auka möguleika þeirra á bættum kjörum Markmið stofnanasamningsins er: Að launakerfið verið sveigjanlegt og gagnsætt og ákvarðanir um launaröðun séu teknar með málefnalegum hætti Að skólinn sé eftirsóttur og góður vinnustaður og geti ráðið hæft fólk til starfa Að skapa skilyrði fyrir breyttu vinnufyrirkomulagi Að launaröðun endurspegli ábyrgð Að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og dafna í starfi Að færa ákvörðun um launasetningu  starfa nær starfsvettvangi þar sem hægt er að bregðast hraðar við breytingum Stofnanasamningur við Tækniskólann      ...

Read More

Aðalfundur félagsins haldinn 28. mars 2014

Posted_on apr 6, 2014 | 0 comments

Aðalfundur Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga var haldinn að Borgartúni 6, föstudaginn 28. mars síðastliðinn. Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar til breytinga á lögum félagsins, í þá veru að hámark á stjórnarsetu var afnumið. Þetta hámark var þrjú kjörtímabil, eða sex ár. Nokkrar umræður urðu um þetta á fundinum. Bæði stjórn og félagsmenn töldu að takmörkunin og aflétting hennar hefði bæði kosti og galla. Með takmörkun er komið í veg fyrir að fólk festist í þessum stöðum og endurnýjun er tryggð. Á hinn bóginn tapast iðulega verðmæt þekking, ekki síst í kjaraviðræðum, þar sem fólk tekur iðulega aðeins þátt í einum slíkum eða mesta lagi tveimur. Önnur félög innan BHM hafa að jafnaði ekki takmarkanir af þessu tagi, og félögin fjögur sem við rekum þjónustuskriftstofu með hafa ekki slíkar takmarkanir. Stjórn telur að ef SBU vilji breyta þessu aftur, verði það einfaldlega gert á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða, eins og lög félagsins segja til um. Þar sem þátttaka á fundinum var í minnsta lagi, og fyrstu almennu félagsmenn komu ekki fyrr en nokkuð var liðið á fundinn (hið akademíska korter?), var skýrsla stjórnar ekki lesin upp og reikningar ekki heldur, þar sem stjórnin hafði kynnt sér þetta tvennt fyrir fundinn til hlítar. Eftir fundinn var boðið upp á léttar veitingar. Á fundinn mættu stjórn félagsins, tveir starfsmenn þjónustuskrifstofu og þrír almennir félagsmenn. Katrín Baldursdóttir, starfsmaður þjónustuskrifstofu, tók myndir af stjórn sem fylgja hér. Stjórn SBU hittist á fundi í annarri viku apríl og skiptir með sér verkum, að öðru leyti en því að Sigrún Guðnadóttir er á seinni hluta kjörtímabils síns sem formaður...

Read More