SBU og 11 önnur BHM-félög skrifa undir samning við sveitarfélög

Posted_on mar 31, 2014 | 0 comments

Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) og 12 félög BHM, þar á meðal SBU, skrifuðu að kvöldi 30. mars undir samning. SNS kemur fram fyrir hönd sveitarfélaga í landinu, annarra en Reykjavíkurborgar, sem semur sér. Félagar SBU hjá sveitarfélögunum eru fyrst og fremst í almenningsbókasöfnum (bæjar- og héraðsbókasöfnum) um land allt, utan Reykjavíkur. Samningurinn verður kynntur félögum sem hann varðar, betur innan skamms. SBU vonast eftir að þetta samk0mulag ýti á eftir samkomulagi við Reykjavíkurborg, og vonandi við...

Read More

Styrkur vegna verkefnis sem stuðlar að framgangi stéttarinnar

Posted_on mar 25, 2014 | 0 comments

Á síðasta aðalfundi SBU var samþykkt lagabreyting sem fól í sér heimild til félagsins um að styrkja árlega eitt verkefni sem stuðlar að framgangi stéttarinnar, allt að 200.000 krónum. Stjórn SBU auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk vegna slíkra verkefna. Dæmi um verkefni sem stuðla að framgangi stéttarinnar gætu verið verkefni sem snúa að ímyndarmálum, kjaramálum eða menntamálum. Tekið er á móti umsóknum í gegnum þar til gert form á heimasíðu SBU á tímabilinu 25. mars – 7. apríl.  Umsókn skal innihalda eftirfarandi upplýsingar: Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur,  aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru, og nafn þess sem annast samskipti við sjóðinn. Lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig verkefninu er ætlað að stuðla að framgangi stéttarinnar Verk- og tímaáætlun Fjárhagsáætlun, þar sem fram kemur hversu miklum styrk er óskað eftir og hvernig áætlað er að verja honum. Mat á umsóknum, styrkveitingar og eftirlit Stjórn SBU metur styrkhæfi umsókna og velur úr verkefni til að styrkja. Heimilt er að styrkja verkefni sem lokið er, jafnt sem verkefni í vinnslu eða verkefni á byrjunarstigi. Mat á umsóknum skal einkum miðast við hvernig fyrirhugað verkefni nýtist stétt bókasafns- og upplýsingafræðinga. Stjórn SBU áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Ekki er heimilt að styrkja verkefni unnin af þeim sem hafa setið í stjórn SBU á styrkveitingarári. Stjórn SBU er heimilt að binda styrkveitingar skilyrðum er stuðla að eðlilegri framvindu þess verkefnis  sem styrkt er. Að loknu verkefni skal styrkþegi skila skriflegri greinargerð um verkefnið til stjórnar SBU og verður sú greinargerð gerð aðgengileg félagsmönnum. Verði brestur á að ráðist sé í verkefni, tefjist framkvæmd þess úr hófi eða komi önnur skilyrði sem styrkveiting kann að vera bundin ekki fram innan eðlilegra tímamarka, getur stjórn SBU tekið ákvörðun um að fella styrkveitingu niður. Ef sýnt þykir að styrkfé hafi ekki verið eða verði ekki nýtt í þeim tilgangi sem ætlað var, getur stjórn SBU  krafist þess að félaginu verði endurgreiddur styrkur í heild eða að hluta. Sjá nánar Úthlutunarreglur SBU...

Read More

Aðalfundur Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga

Posted_on mar 21, 2014 | 0 comments

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga heldur aðalfund sinn föstudaginn 28. mars næstkomandi kl. 16:00 í Ásbrú, 3. hæð Borgartúni 6, Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sem skráðir eru í félagið. Fundinum verður varpað í fjarfundabúnaði og þarf að skrá sig í fjarfund hér. Félagsmönnum er bent á að yfirleitt gefst kostur á að sækja fund sem þennan í vinnutíma að höfðu samráði við næsta yfirmann. Kosið verður um tvö laus sæti í stjórn. Þá leggur núverandi stjórn fram tillögu að lagabreytingu fyrir aðalfund, sjá hér að neðan. Framboð til stjórnar og tillögur um aðrar lagabreytingar þurfa að berast félaginu fyrir 21. mars næstkomandi. Að loknum aðalfundi verður boðið upp á léttar veitingar.   Dagskrá aðalfundar 2014 1.    Skýrsla stjórnar 2.    Reikningar félagsins 3.    Lagabreytingar 4.    Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár 5.    Kosning stjórnarmanns sbr. 5. grein. 6.    Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 7.    Kosning í nefndir og til annarra trúnaðarstarfa innan félagsins 8.    Önnur mál   Tillaga að lagabreytingu á 5. gr. laga félagsins. Hún er svona í núverandi lögum: 5. gr. Stjórn félagsins Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda sem kosnir skulu á aðalfundi. Auk þess skal kjósa einn varamann. Formann skal kjósa sérstaklega. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum. Formaður og varaformaður félagsins sitja í miðstjórn Bandalags háskólamanna – BHM. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn en hitt árið tvo stjórnarmenn og varamann. Endurkjör er heimilt en enginn skal þó sitja lengur í stjórn en 3 kjörtímabil samfellt. Stjórn SBU leggur til að hún verði: 5. gr. Stjórn félagsins Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda sem kosnir skulu á aðalfundi. Auk þess skal kjósa einn varamann. Formann skal kjósa sérstaklega. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn en hitt árið tvo stjórnarmenn og varamann.  Greinagerð vegna lagabreytingar: Önnur málsgrein er felld brott, þar sem BHM hefur ekki lengur miðstjórn. Auk þess gilda lög BHM um setu fulltrúa SBU í stjórnum þar. SBU er hluti BHM og lýtur lögum bandalagsins hvað þátttöku þar varðar. Það þarf þess vegna ekki að taka þau mál sérstaklega fram í lögum SBU. Síðasta málsgreinin er breytt þannig að þar eru ekki lengur takmarkanir á því hversu lengi fólk situr í stjórn félagsins. Það eru ókostir við það að fólk sitji of lengi í stjórnum félaga, en það er líka óhagræði ef fólk situr stutt. Mat stjórnar SBU er að óhagræðið af því að sitja of stutt sé meira. Fólk eykur þekkingu sína á stjórnartíma og öðlast reynslu af samningagerð. Með því fyrirkomulagi sem nú gildir, er fólk sjaldan oftar...

Read More

Verkfallsaðgerðir 2014 – Könnun

Posted_on mar 20, 2014 | 0 comments

Dagana 18. – 19. mars fór fram könnun á hug félagsmanna SBU til verkfallsaðgerða. Þökkum við félagsmönnum fyrir skjót svör, en 70,8% svarhlutfall var í könnunina. Fram kom að 78% eru tilbúin í að grípa til löglega boðaðra aðgerða til að ná fram launahækkun umfram 2,8% í yfirstandi kjarasamningsviðræðum. 16,9% eru tilbúnir í verkfallsaðgerðir óháð því hvort önnur félög innan BHM fara í verkfall á sama tíma og 65,7% eru tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef önnur félög innan BHM fara í verkfall á sama tíma. Þá kom fram að 8,4% eru sátt við 2,8% launahækkun og ekki tilbúin að grípa til aðgerða en 15,1% merktu við annað. Þessar upplýsingar nýtast stjórn félagsins vel í áframhaldandi kjarabaráttu og verður félagsmönnum haldið upplýstum um stöðu...

Read More

Samræðufundur við viðsemjendur

Posted_on mar 12, 2014 | 0 comments

Helstu viðsemjendur SBU eru ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Bandalag háskólamanna hefur blásið til fundar í Háskólabíó fimmtudaginn 13. mars kl. 15-16.30 og óskað eftir fulltrúum þessara viðsemjenda. Jón Gnarr hefur boðað komu sína fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Halldór Halldórsson fyrir hönd annarra sveitarfélaga. Sjá nánar á frétt BHM um fundinn....

Read More